Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Edda Falak hætt hjá Heimildinni: „Já ég get bara staðfest það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Edda Falak er hætt störfum hjá Heimildinni en þetta staðfesti Þórður Snær Júlísson ritstjóri í samtali við Mannlíf nú í morgun.
„Já ég get bara staðfest það að hún hafi lokið störfum hjá okkur í síðustu viku. Við ætlum ekki að tjá okkur frekar um það,“ sagði Þórður. Það vakti athygli um helgina að Edda Falak var ekki lengur skráð sem blaðamaður á vefsíðu Heimildarinnar.

Þann 20.febrúar síðastliðinn kom fram í tilkynningu að Edda hefði hafið störf hjá Heimildinni og að þættir væru væntanlegir í mars undir nafninu Edda Falak. Rúmum mánuði síðar þann 24.mars, sendi Heimildin frá sér yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar Frosta Logasonar, þar sem Edda viðurkenndi að hafa ekki greint rétt frá stöðu sinni gagnvart fjármálafyrirtækjum í Danmörku þegar hún var búsett þar. Baðst hún afsökunar á missögninni. Ekki liggur fyrir hvort Edda hafi sagt starfi sínu lausu eða verið sagt upp störfum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -