Fimmtudagur 30. mars, 2023
5.8 C
Reykjavik

„Ef þú kallar sjálfan þig ekki femínista og þú ert ekki femínisti, hvað ertu þá?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Hvernig heldurðu í heilindi þín sem femínisti, þegar það er auðveldara að skilgreina sig opinberlega sem femínista heldur en að gera það ekki?“ var spurning sem nígeríski rithöfundurinn og baráttukonan Chimamanda Ngozi Adichie fékk, í opnum umræðum eftir fyrirlestur sinn í Háskólabíói á föstudaginn.

„Virkilega? Finnst þér í alvöru auðveldara að skilgreina þig sem femínista heldur en að gera það ekki?“ hváði Chimamanda þá, eftir að hafa beðið um að spurningin yrði endurtekin.

„Mér finnst… stundum er það að minnsta kosti mín reynsla á Íslandi“ svaraði þá spyrjandinn.

„Ísland virðist mjög langt komið“, sagði Chimamanda steinhissa og uppskar hlátur úr salnum.

Chimamanda Ngozi Adichie er þekkt fyrir TED fyrirlestur sinn, Við ættum öll að vera femínistar, sem sömuleiðis kom út á bókaformi og er höfundur bókarinnar Hálf gul sól, meðal annarra verka. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín og árið 2015 var hún útnefnd ein af 100 áhrifamestu einstaklingum heims af TIME Magazine. Fyrirlestur hennar í Háskólabíói var á vegum Bókmenntahátíðar í Reykjavík.

Í fyrirlestrinum talaði Chimamanda um að hún sæi kynjamisrétti í dag sem allar þær hindranir í vegi kvenna í leit þeirra að hamingju og gleði í lífinu, kyns þeirra vegna. Hún sagði að þó það væri vissulega mikilvægt að breyta lögum sem héldu konum niðri víða um heim, þá væri jafnvel enn mikilvægara að breyta hugarfari. Hún lagði áherslu á mikilvægi sagna og það hvernig við segjum sögur. Það væru sögur sem breyttu hugarfari fólks og þar með menningu. Hún sagði Me too bylgjuna hafa veitt sér mikinn innblástur, því sú bylting hafi snúist um sögur. Aldrei áður hefðu sögur kvenna á vesturlöndum verið sagðar og þeim veitt sambærileg áheyrn og í Me too bylgjunni.

- Auglýsing -

„Ef þú kallar sjálfan þig ekki femínista og þú ert ekki femínisti, hvað ertu þá?“ spurði Chimamanda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -