Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Arion banki skipti út meirihluta stjórnar Valitor í miðju söluferli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, sem er í eigu Arion banka, var sett í formlegt söluferli fyrr á árinu.

 

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var meirihluta stjórnarmanna Valitor skipt út í síðustu viku. Þeirra á meðal er Guðmundur Þorbjörnsson, sem setið hefur í stjórn síðan 2010, en hann hefur gengt starfi stjórnrformanns undanfarin sex ár.

Valitor er bókfært á 13,2 milljarða króna í reikningum Arion banka. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort og hversu mörg tilboð bárust í Valitor, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að undanförnu staðið yfir viðræður við nokkra áhugasama fjárfesta. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs varð tæplega 2,8 milljarða króna tap af rekstri Valitor.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagðist í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði telja að Valitor hefði verið að „fjárfesta skynsamlega og að fjárfestar muni þá verðmeta það inn í áhuga sinn á félaginu frekar en að horfa á þá fjárfestingu sem sokkinn kostnað.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -