2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Arion banki skipti út meirihluta stjórnar Valitor í miðju söluferli

Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, sem er í eigu Arion banka, var sett í formlegt söluferli fyrr á árinu.

 

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var meirihluta stjórnarmanna Valitor skipt út í síðustu viku. Þeirra á meðal er Guðmundur Þorbjörnsson, sem setið hefur í stjórn síðan 2010, en hann hefur gengt starfi stjórnrformanns undanfarin sex ár.

Valitor er bókfært á 13,2 milljarða króna í reikningum Arion banka. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort og hversu mörg tilboð bárust í Valitor, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að undanförnu staðið yfir viðræður við nokkra áhugasama fjárfesta. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs varð tæplega 2,8 milljarða króna tap af rekstri Valitor.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagðist í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði telja að Valitor hefði verið að „fjárfesta skynsamlega og að fjárfestar muni þá verðmeta það inn í áhuga sinn á félaginu frekar en að horfa á þá fjárfestingu sem sokkinn kostnað.“

AUGLÝSING


 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum