2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fjármálaeftirlitið krafðist þess að söfnunarsíðunni yrði lokað

Fjármálaeftirlitið gerði athugasemd við fjármögnunarsíðuna hluthafi.com.

Í gær var greint frá því að vefsíða um stofnun nýs flugfélags væri farin í loftið á slóðinni hlutahafi.com. Þar var óskað eftir hlutafjárloforði að minnsta kosti tíu til tuttugu þúsund hluthafa í þeim tilgangi að endurreisa flugfélagið WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Fjármálaeftirlitið krefst þess að síðunni verði lokað.

Fjármálaeftirlitið hóf í gær athugun á hlutafjárútboðinu sem auglýst var á síðunni. Í grein á vef Fjármálaeftirlitsins segir: „Fjármálaeftirlitið taldi að framangreind áskriftarsöfnun félli undir hugtakið almennt útboð verðbréfa, sbr. 43. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, en með almennu útboði er átt við hvers konar boð til almennings um kaup á verðbréfum. Áður en farið er í almennt útboð verðbréfa þarf að gefa út lýsingu í samræmi við 1. mgr. 44. gr. laga um verðbréfaviðskipti.“

Þá kemur einnig fram að Fjármálaeftirlitið hafi sent erindi til forsvarsmanna hluthafi.com þar sem gerð var krafa um að heimasíðunni yrði lokað þar sem ekki virtust uppfyllt skilyrði laga um verðbréfaviðskipti, meðal annars varðandi útgáfu lýsingar.

„Í kjölfar þessa hafa forsvarsmenn hluthafi.com breytt fyrirkomulagi áskriftarsöfnunarinnar á þann hátt að nú er miðað við skráningu fyrir hlutaskírteini í einkahlutafélagi sem fellur ekki undir lög um verðbréfaviðskipti,“ segir einnig.

AUGLÝSING


Fjármálaeftirlitið vekur þá athygli á að almennir fjárfestar njóta ekki sömu verndar vegna kaupa í einkahlutafélagi og þegar þeir taka þátt í almennu hlutafjárútboði.

Sjá einnig: Fjármögnunarsíða fyrir nýtt flugfélag farin í loftið

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum