Föstudagur 29. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Vaxtaverkir og nýr veruleiki íslenskrar ferðaþjónustu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppgangurinn í ferðaþjónustunni hefur verið ævintýri líkastur á undanförnum árum. Óhætt er að tala um að gengið hafi verið hratt um gleðinnar dyr í greininni.

Víða er nú hagræðing í kortunum og útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins á þessu ári. Það er ekki aðeins gjaldþrot WOW air í gær sem er til merkis um breytta tíma, heldur einnig fleiri þættir. Hvernig sköpuðust þessar aðstæður? Hvað er framundan?

Í nóvember 2011 stofnaði Skúli Mogensen WOW air. Seint í þeim mánuði opnaði Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og fitnessmeistari, miðasöluvef fyrirtækisins og 31. maí 2012 fór það í jómfrúarflug sitt til Parísar. Strax í byrjun var ljóst að Skúli Mogensen, maðurinn á bakvið WOW air og eini eigandi fyrirtækisins, ætlaði sér að fara óhefðbundnar leiðir. Ástæða þess að hann fékk Jónu Lovísu til að hefja starfsemina var sú að Skúli vildi brjóta upp þá hefð að ráðamenn væru fengnir til slíkra verka.

WOW air hefði viljað leitað til einhvers sem hefði dugnað, kjark og þor til að ögra sjálfum sér og viðteknum venjum. Það yrði líka leiðarljós WOW air í starfsemi fyrirtækisins. Starfsemi sem lauk í gærmorgun með gjaldþroti.

Á þessum tíma var efnahagur landsins byrjaður að taka kröftuglega við sér eftir hrun fjármálakerfisins og dramatískan tíma í þjóðlífinu, ekki síst eftir að eldgos hófst í Eyjafjallajökli í apríl 2010 og olli gífurlega kostnaðarsamri röskun á flugi í Evrópu, vegna öskunnar sem fauk yfir álfuna.

Ísland var á þessum tíma sífellt í fréttum og á sjónvarpsskjám, og líklega hefur landið aldrei fengið aðra eins auglýsingu á erlendum vettvangi, þó margir hafi verið æfir vegna þess hve mikil áhrif gosið hafði á flugumferð.

Ítarlega er fjallað um vöxt íslenskrar ferðaþjónustu, áhrif gjaldþrots WOW air á stöðu hennar og stöðu annarra mikilvægra hluta geirans í Mannlífí í dag.  

- Auglýsing -

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -