Föstudagur 29. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Vilja vita hvert millfærslurnar af reikningi Arcticnam fóru

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mál sem tengjast félagi í eigu Samherja og fyrirtækja í Namibíu hafa undanfarið verið til rannsóknar af spillingarnefnd þar í landi.

 

Nefnd um varnir gegn spillingu (Anti Corruption Commision) hefur undanfarið haft til rannsóknar mál sem tengjast spillingu í namibískum sjávarútvegi, þar á meðal peningagreiðslur af reikningi Articnam, sem er félag í eigu sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og namibískra fyrirtækja, að því er fram kemur á RÚV. Þar er greint frá því að Namibískir fjölmiðlar hafi fjallað um rannsókn á því hvert 60 milljónir namibískra dollara, sem samsvarar um hálfum milljarði íslenskra króna, voru millifærðar af reikningi Arcticnam, fyrir þremur árum.

Fjölmiðllinn Namibian greindi frá því í september að Sharon Neumbo, stjórnarformaður Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu, hafi leitað til lögreglu í sama mánuði vegna milljónamillifærslu út af reikningum Arcticnam. Taldi Neumbo færsluna vera ólöglega. Í frétt The Namibian segist Neumbo hafa undir höndum gögn sem sýni að féð hafi verið millifært í þremur greiðslum til tveggja íslenskra fyrirtækja, annað í Namibíu en hitt á Máritíus. Var Neumbo sjálf síðan handtekin grunuð um spillingu, nánar tiltekið fyrir að hafa svikið hundruð þúsund namibískra dala út úr eigin félagi, en var sleppt úr varðhaldi stuttu síðar.

Félög tengd Samherja hafa árum saman stundað fiskveiðar við vesturströnd Afríku og í gær sendi Samherji frá sér yfirlýsingu vegna væntanlegrar umfjöllunar fjölmiðla um meint brot er varða starfsemi útgerðarinnar í Namibíu. Þar segir meðal annars að forráðamenn Samherja hafi orðið þess áskynja að ekki væri allt með felldu í rekstrinum í Namibíu árið 2016 og af þeim sökum hafi fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður verið sendur þangað til að kanna málið. Nokkurra mánaða vinna hafi leitt til þess að stjórnanda Samherja í Namibíu var sagt upp störfum, vegna óásættanlegrar framgöngu hans og hegðunar.

Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Samherji ætli ekki að tjá sig um einstakar ásakanir fyrr en niðurstaða ítarlegrar rannsóknar alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi útgerðarinnar í Afríku liggur fyrir.

Í auglýsingu fyrir fréttaskýringaþáttinn Kveik, sem verður sýndur í lengri útgáfu kvöld, kemur fram að „hulunni verði svipt af vafasömum starfsháttum íslensks stórfyrirtækis„. Þá má geta þess að Stundin hefur boðað ítarlega útgáfu blaðisins á óhefðbundnum tíma í kvöld.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -