Föstudagur 29. september, 2023
7.1 C
Reykjavik

Eftirlitsmaður segir 900 kindur komist fyrir á Höfða:„Sem sé líka í bílaboddíum og kartöflukofanum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Steinunn Árnadóttir kom með uppfærslu af „Hryllingnum á höfða“ eins og hún kallar bóndabæinn Höfða í Borgarfirði en bændurnir á bænum hafa verið sakaðir um slæma meðferð á sauðfé á bænum.

Dýraverndarsinninn og orgelleikarinn Steinunn Árnadóttir er óþreytandi sem fyrr í að benda á illa meðferð á dýrum og að því er virðist sinnuleysi stjórnvalda í þeim málaflokki. Undanfarnar vikur hefur hún bent á sauðfé frá bænum Höfða í Borgarfirði sem er á vergangi í sveitinni, um 1200 talsins en samkvæmt heimildarmanni sem Mannlíf talaði við um daginn komast ekki nema 300 kindur fyrir í fjárhúsi bæjarins þó bændurnir þar segi það ósatt, þær komist allar þar fyrir.

Í nýrri Facebook-færslu segir Steinunn að Búfjáreftirlitsmaður Vesturlands sé „búinn að vera á fjórum fótum að reikna út hversu mörg horuð grey kæmust hugsanlega fyrir í húsakosti Hryllingsins.“ Segir hún að niðurstaðan sé sú að 900 kindur eigi að komast þar fyrir. „Sem sé líka í bílaboddíum og kartöflukofanum.“ Steinunn skýtur föstum skotum á sveitastjóra og sveitastjórn Borgarbyggðar og segir „höldum því áfram ró okkar. Ekkert er að fara að breytast.“

Færsluna má lesa hér að neðan.

„Framhald af Hryllingnum á höfða

Svona til umhugsunar:
Á bænum er sannarlega fleira fé en húsaskjól er fyrir.
Góðu fréttirnar eru þær að Búfjáreftirlitsmaður Vesturlands er búinn að vera á fjórum fótum að reikna út hversu mörg horuð grey kæmust hugsanlega fyrir í húsakosti Hryllingsins.
Jú, talan er 900 stk. Sem sé líka í bílaboddíum og kartöflukofanum.
Og ef reiknisnillingurinn færi að rýja (taka ullina af) með búskussunum þá komast kannski allar kindurnar inn í húsaskjól.
Þær eru nefnilega alveg sérstaklega grannar. En það er öruggleg ekkert verra. Kjötið er blátt af fituleysi og allir græða. Enginn verður feitur af að éta það og við þurfum ekki í magaminnkun.
Ég er viss um að sveitarstjóri og sveitarstjórn vilji hjálpa til því samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins 8.gr (https://www.borgarbyggd.is/…/Umhverf…/b_nr_1732_2021.pdf) má ekki vera með fleira fé en rúmast í húsakosti bæjarins.
Höldum því áfram ró okkar. Ekkert er að fara að breytast.
Matvælastofnun og sveitarstjórn Borgarbyggðar geta haldið áfram að fara EKKI eftir lögum um velferð dýra.
Dýraníðingnum er klappað á kinnina og að honum er hvíslað:
Haltu áfram !“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -