Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Ég er ofboðslega þakklátur alkóhólisti: „Ég er í sambandi við son minn í dag og ég elska hann mest“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir. Kölluð Gugga. Byrjaði ung að drekka og dópa. Innbrot. Vændi. Ofbeldi. Varð vitni að morði. Hún kynntist ástinni sinni í neyslu og ástin dó síðar úr krabba. Hún syrgir Jóa sinn, en bæði fóru í meðferð og áttu saman nokkur ár edrú. Í dag er hún öryrki og segist vera góð við dýr og menn. Hver eru skilaboð Guggu til þeirra sem eru að prófa? Prófa að drekka. Dópa. „Helst vildi ég að þessir krakkar segðu „nei“.“ Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir er í helgarviðtali Mannlífs. Hún ræðir við Svövu Jónsdóttur, lítur yfir farinn veg og talar í einlægni um það sem á daga hennar hefur drifið.

Í dag er Gugga öryrki. Segist vera með stíflaðan ristil.

Hún hefur gaman af ljóðum. Hefur skrifað ljóð þótt hún hafi ekki skrifað lengi. „Ég á samt nokkur og uppáhaldsljóðið mitt heitir „Upp úr glötunargröfinni“. Ég á það í ramma uppi á vegg. Ég skrifaði það á meðferðarstöðinni Vík. Ég bið til Drottins Jesú á hverjum degi og legg líf mitt í hans hendur. Fer með fyrstu þrjú sporin á morgnana og bið um að fá að vera edrú í dag, þakklát, glöð, hamingjusöm og frjáls. Bið fyrir vinum mínum og fjölskyldu og fyrir fallegu dýrunum mínum. Svo fer ég út í daginn.“

Eitt dýrið hennar drapst í vor. Á þjóðarhátíðardegi Norðmanna.

„Ég missti kisuna mína. Hún fékk blóðtappa og lamaðist í afturfótum. Ég tók eftir því 16. maí að hún gat ekki labbað og var að reyna að skríða. Henni hrakaði svo fljótt og ég tók hana upp í rúm til mín og reyndi að láta fara eins vel um hana og ég gat. Hún hét Sefanía og ég ein mátti halda á henni og hún svaf alltaf ofan á mér. Hún dó aðfaranótt 17. maí klukkan 2.15. Hennar er sárt saknað á hverjum degi og ég mun aldrei gleyma henni. Ég á eftir tvær kisur og hund til að hugsa um og elska.“

Gugga er þakklát fyrir ýmislegt í dag. „Ég er svo þakklát fyrir bestu vinkonur mínar sem Guð gaf mér og fyrir Stellu, systur mína, og Aldísi, frænku mína. Og svo eignaðist ég pabba hér á Kjalarnesi.

- Auglýsing -

Ég er í sambandi við son minn í dag og ég elska hann mest. Hann var 16 ára þegar hann vildi tala við mig. Þá var ég búin að vera edrú í fimm ár. Ég er líka í sambandi við barnsföður minn og ber mikla virðingu fyrir honum og þykir svo vænt um hann og pabba hans og mömmu. Þau hafa hugsað svo vel um son minn. Ég er þeim ævinlega þakklát og þykir innilega vænt um þau. Þau hafa alltaf verið mér góð.“

Og í dag er ég ofboðslega þakklátur alkóhólisti.

Hvað hefur Gugga lært af þessu öllu?

Lesa meira hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -