Fimmtudagur 30. mars, 2023
4.8 C
Reykjavik

Eggert Þorleifsson hættir í Þjóðleikhúsinu: „En ég held áfram eitthvað að sýna svona sleikjur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagins er hinn yndislegi og ástsæli leikari og tónlistarmaður, Eggert Þorleifsson. Um er að ræða stórafmæli en Eggert er 70 ára í dag.

Eggert hefur frá árinu 1980 leikið í fjöldi leikrita á sviðum Þjóðleikhússins ásamt því að leika í kvikmyndum og þáttum í gegnum árin. Meðal leikrita sem Eggert hefur leikið í má nefna Lér konung, Sjálfstætt fólk, Hamlett og Englar alheimsins. Hlutverk sem Eggert hefur leikið í kvikmyndum hafa lifað lengi með þjóðinni en þekktastir eru þeir Dúddi rótari úr Með allt á hreinu og Þór úr Lífsmyndum Þráins Bertelssonar, Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf.

Eggert hefur einnig getið sér gott orð sem tónlistarmaður en hann getur sungið og leikið á ýmis hljóðfæri eins og flautur, klarinettur, píanó, slagverk og orgel. Hefur hann spilað með hljómsveitum eins og Þokkabót, Hrekkjusvínum, Nasasjón og fjölda annarra, auk þess auðvitað að koma við sögu á fjölda platna tengdum leikhúsinu.

Mannlíf heyrði í afmælisbarninu og vildi vita hvort halda ætti upp á stórafmælið.

„Ég er búinn að því!“ svaraði Eggert hress. „Af því að það var engin leið að halda upp á það á mánudegi.“

Aðspurður um það hvað væri svo framundan hjá honum svaraði Eggert: „Ég ætla nú bara að sjá til sko. Ég er að hætta í Þjóðleikhúsinu. Það er bara lögbundið að hætta um sjötugt. En ég held áfram eitthvað að sýna svona sleikjur, eitthvað sem var verið að sýna í vor. Og það er svona ýmislegt sem leggst til.“

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Eggerti innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -