Föstudagur 1. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Egill getur ekki sungið lengur: „Telur hann best að koma hreint fram og játa sig vanmáttugan“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Egill Ólafsson, einn allra besti söng- og leikari Íslandssögunnar, er með Parkinsonssjúkdóminn.

Stuðmenn aflýstu í dag „Með allt á hreinu“ kvikmyndatónleika sem halda átti í Hörpu 11. nóvember næstkomandi. Fram kemur í frétt Rúv að hljómsveitin hafi sent miðakaupendum tölvupóst þar sem ástæðan er sögð sú að Egill Ólafsson, aðalsöngvari Stuðmanna sé með Parkinsons.

„en þar sem hann getur ekki lengur stólað á röddina vegna Parkinsonsjúkdóms, telur hann best að koma hreint fram og játa sig vanmáttugan,“ stendur meðal annars í tölvupóstinum.

Fyrr á árinu tók Mannlíf við hann viðtal í tilefni afmælis hans. Þar sagði Egill blaðamanni að hann væri að taka upp plötu sem yrði hans síðasta á ferlinum.

Þar kom eftirfarandi fram:

„Það liggur bara vel á mér, ég er bara ánægður. Ég er að fara að taka upp síðustu plötuna mína held ég. Við byrjum á laugardaginn, með tveimur Kúbverjum, einum Svía og tveimur Íslendingum.“
Aðspurður hvort þetti verði hans allra síðasta plata svarar Egill; „Já, ég hef ekki trú á öðru.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Egill Ólafsson með sína síðustu plötu: „Það liggur bara vel á mér, ég er bara ánægður“ 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -