Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Egill segir hátíðarhöld á 17. júní til skammar – Svona hélt þjóðin einu sinni upp á daginn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Egill Helgason fjölmiðlamaður segir á Facebook að það sé ekki sjón að sjá hátíðarhöldin á 17. júní. Þjóðin virðist hægt og hægt hafa gefist upp á deginum. Egill birtir myndir sem sýna stemminguna á deginum hér áður fyrr. Í dag er það látið duga að hafa hoppukastala fyrir börnin en eitt sinn hélt þjóðin tónleika með heimslistamönnum.

Egill deilir svarthvítum myndum frá Benóný Ægissyni rithöfundi og skrifar: „Mér þykir frekar skítt hvað menn leggja núorðið lítið í hátíðarhöld 17. júní. Eins og hoppukastalar séu bara nóg og engin kvöldskemmtun. Þessi myndasyrpa sýnir hátíðina á fyrri árum. Það má nefna að þarna koma fram tveir heimslistamenn: Ashkenasy og Helgi Tómasson.“

Myndirnar má sjá hér fyrir neðan en ljóst er að fleiri deila þessari skoðun Egils. Fjölmargir taka undir í athugasemdum. Margir sakna kvöldskemmtunarinnar. „Kvöldskemmtanirnar voru dásamlegar, þegar maður dansaði við ókunnugt fólk á öllum aldri,“ rifjar upp ein kona. Önnur tekur í sama streng og segir: „Dansinn á götum bæjarins ógleymanlegur.“

Í dag dansar enginn úti á götum á 17. júní. „Jafnvel unglingadrykkjan farin. Segir sitt,“ segir einn maður. En hvað veldur? Sumir segja þetta Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að kenna. Aðrir segja 17. júní enn eitt fórnarlamb nútímans. „Í dag þolir fólk ekki að vera í fjölmenni horfa á hátíðina í símanum,“ segir kona nokkur.

Önnur segir allt fallegt og einstakt enda svona: „Það er búið að fletja allt út ekkert orðið merkilegt. Fólk gengur eins og druslur þrífur sig varla. Ekkert nema lágkúra. Um daginn var viðtal við mann sem var í ábyrgðarmiklustarfi segi ekki meira ég hélt að verið væri að tala við róna sem búinn væri að liggja í ræsinu í langan tíma.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -