Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Eigandi Tinnu gaf Dýrfinnu rausnarlegan styrk: „Það var yndisleg erlend kona sem tók hana heim“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna fékk rausnarlega gjöf frá eiganda tíkarinnar Tinnu sem fannst á lífi á dögunum eftir talsverða leit.

Rúnar Rúnarsson, eigandi tíkarinnar Tinnu lofaði 110.000 krónum í fundarlaun fyrir þann sem fyndi Tinnu á lífi. Kona nokkur fann hundinn en vildi ekki þiggja fundarlaunin. Rúnar ákvað því að gefa Dýrfinnu peninginn, sem þáði þá með þökkum.

Sandra Ósk Jóhannsdóttir, einn af sjálfboðaliðunum í Dýrfinnu, sagði frá þessu á Twitter.

„Við hjá Dýrfinnu fengum rausnarlegan styrk frá eigendum hennar Tinnu sem mun nýtast okkur vel í frekari tækjakaup. Næsta markmið hjá okkur er kaup á dróna með hitamyndavél til að hjálpa okkur enn frekar í leitum á týndum dýrum,“ skrifaði hún og bætti við: „Það var yndisleg erlend kona sem tók hana heim og vissi ekki hvað hún ætti að gera. Barnabarnið hennar hjálpaði henni í gærkvöldi að hafa uppi á eiganda. Hún afþakkaði fundarlaun og var Rúnar staðráðinn í að peningurinn ætti að fara á góðan stað. Hann ákvað þá að styrkja okkur.

Þegar aðili nokkur lýsti yfir ánægju sinni með þetta allt svaraði Sandra Ósk: „Já það er góð tilhugsun að hún hafi verið í dekri í hlýjunni í staðinn fyrir ein í felum úti.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -