Jóna Dóra Karlsdóttir, eiginkona Guðmundar Árna Stefánssonar, oddvita Samfylkingar í Hafnarfirði, er gagnrýnd fyrir ummæli við frétt þar sem kæra á hendur Ingó er birt.
Edda Falak birti skjáskot af athugasemd á Twitter í gær en þar stendur. „Gangi Ingó sem allra best.“ Athugasemdina skrifar Jóna Dóra Karlsdóttir, eiginkona Guðmundar Árna Stefánssonar, undir frétt þar sem kæra á hendur Ingó Veðurguð er birt. Veltir Edda því fyrir sér hvort slík athugasemd sé við hæfi þar sem ung kona kærir mann fyrir líkamsárás.
Þá hafa margir tjáð sig um málið og sagt athugasemdina ekki vera við hæfi, meðal þeirra er Hildur M. Friðriksdóttir sem skrifar: „Þetta er EKKI í lagi. Kv, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Kópavogi.“