Fasteignamarkaðurinn og -auglýsingar er ekki nýtt fréttaefni en nú er auglýst eign í einu vinsælasta hverfi höfuðborgarinnar á litlar 15,9 milljónir.
Um ræðir tvö sérstæð kjallaraherbergi í íbúðablokk á Birkimel í Vesturbænum með sameiginlegum nýtingarrétti á snyrtingu. Samkvæmt fasteignaauglýsingunni telja herbergin samanlagða 16,1 fermetra og tilheyrðu þau áður íbúð á efri hæð blokkarinnar. Fermetraverðið er rétt undir milljón. Herbergjunum fylgir hlutdeild í sameigin blokkarinnar og eru meðal annars tilgreindar tröppur sem ekki eru gefin frekari skil á. Herbergin eru ekki samþykkt svo ekki er möguleiki á íbúðaláni til kaupanna.
Í lok lýsingarinnar, sem er ansi nákvæm og langyrt, er bent á að mikil eftirspurn sé á leigumarkaði eftir íbúðarherbergjum sem þessum. Eftir létta eftirgrennslan blaðamanns Mannlífs má finna sambærileg herbergi til leigu fyrir 100 þúsund krónur á mánuði. Svo lausreiknað væri eiginin búin að standa undir sér á rétt tæpum sjö árum.





