Fimmtudagur 10. október, 2024
0.9 C
Reykjavik

Ein af hetjum þorskastríðanna er látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Þorkell Árnason er látinn, 95 ára að aldri.

Sigurður Þorkell er fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni en á tilkynning um andlát hans birtist á vef Gæslunnar í dag. Hann lauk fiski­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík árið 1951, far­manna­prófi tveimur árum síðar frá sama skóla og skip­stjóra­prófi frá varðskipa­deild Stýrimannaskólans árið 1955. Fram kemur á vef Gæslunnar að Sigurður hafi verið aðeins 14 ára er hann fór fyrst á sjó. Árið 1947 hóf hann fyrst störf hjá varðskipum Landhelgisgæslunnar en árið 1959 varð hann skipherra. Fyrst sigldi Sigurður sem skipherra á varðskipinu Óðni en hann starfaði á öllum helstu varðskipum Íslands. Þá vann hann einnig á flugvélum og þyrlum Gæslunnar. Sigurður var ein af hetjum þorskastríðanna en hann var skipherra í þeim öllum. Var hann síðasti skipherra Gæslunnar sem tók þátt í að verja útfærslu fiskveiðilögsögunnar, í fjórar mílur 1952, í 12 mílur 1958, í 50 mílur 1972 og í 200 mílur árið 1975.

Sigurður var sæmdur ensku OBE-orðunni árið 1974 vegna björgunarafreks áhafnar varðskipsins Óðins er bjargaði áhöfn enska togarans Notts County, sem strandaði við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi árið 1968. Þá hlaut hann einnig orðu frá bandaríska sjóhernum, var riddari hinnar konunglegu norsku heiðursorðu og hlaut fálkaorðuna árið 1976 fyrir landhelgisstörf. Aukreitis hlaut hann fjölmörg önnur verðlaun á ferlinum.

Mannlíf vottar aðstandendum Sigurðar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -