Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Ein merkasta lækningaplanta landsins – markaðsvirði um 4 milljarðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hún er vafalaust ein allra verðmætasta lækningaplantan í íslensku flórunni,“ segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við HÍ.

„Á láglendi er hún núna nánasta bundin við kletta, gljúfur og hólma en þar sem búfjárbeit er lítil á hálendinu finnst hún sums staðar í stórum breiðum í mólendi og deigu landi. Svo vex burnirót uppi á mjög hrjóstrugum fjöllum, t.d. á Vestfjörðum. Ég held að burnirót hafi eitthvað verið safnað hér á landi sl. áratug og á a.m.k. einum stað á miðhálendinu sé ég að hún virðist vera horfin og ég tel líklegra að það sé vegna söfnunar frekar en beitar. Það er jarðstöngullinn sem er notaður og því þarf að grafa alla plöntuna upp.“

Rannsóknir hafa sýnt að Burnirót (Rhodiola rosea) getur komið sér vel við að lækna ýmsa kvilla. Talið er að hún geti dregið úr þunglyndi og kvíða og unnið gegn streitu og þróttleysi.

Íslenska sauðkindin bítur ekki hvað sem er og hún leggur til dæmis á sig talsverðan krók til að ná í þær tegundir sem heilla hana mest, eins og t.d. ætihvönn og burnirót. Þótt burnirót finnist í öllum landshlutum, allt frá sjávarmáli og upp í 1000 m hæð, þá er hún alls ekki algeng, segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við HÍ, en hún leiðir nú teymi sem fékk styrk úr Tækniþróunarsjóði til rannsókna á plöntunni burnirót. Þóra Ellen hefur sérhæft sig í gróðurframvindu, blómgunarlíffræði og í verðmætum náttúru sem allt skiptir máli í þessu verkefni auk þess sem hún hefur beint sjónum að loftslagsbreytingum í rannsóknum sínum.

Lokamarkmið að gera ræktun og sölu rótarinnar að aukabúgrein

Rannsóknarteymi Háskóla Íslands hefur farið af stað til þess að kanna enn frekar l.ækningarmátt jurtarinnar. Þá býr jurtin yfir virkum efnum eins og; lífmassa jarðstönguls, frægæða, erfðafjölbreytni. Skyldleika úr burnirótarplöntunni er borin saman frá ólíkum búsvæðum. Plantan verður ræktuð við staðlaðar aðstæður og frammistaða plantna og styrkur virkra efna metin eftir tvö ár. Að lokum verður svo besti stofninn valinn og kannað hvernig best er að framreiða afurðir úr henni fyrir sölu til fyrirtækja á jurtalyfja-, fæðubótarefna- og snyrtivörumarkaði. Lokamarkmið verkefnsins er að gera ræktun og sölu burnirótar að raunhæfri aukabúgrein fyrir íslenska bændur.

Burnirót sem hágæðavara á markaði

Rannsóknin sem teymið vinnur að kallast „Val og ræktun burnirótar sem hágæðavöru á markaði.“ Í verkefninu stendur til að bera saman ólíka stofna burnirótar á Íslandi og er þá m.a. horft til vistfræði, efnaframleiðslu, erfðafjölbreytni og skyldleika.

- Auglýsing -

„Plöntur verða síðan settar í tilraunarætkun í tvö ár til að bera saman vaxtarhraða og eiginleika ólíkra stofna og leiðir þeirra til fjölgunar.“

Þessi rannsókn fellur einkar vel að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst því sem víkur að hnignun líffræðilegar fjölbreytni og að tryggja sjálfbæra nýtingu vistkerfa lands.

Markaðsvirði hátt í 4 milljarðar

Þóra segir rannsóknin, einstaklega hagnýta, en rannsakendur segja að árlegt markaðsvirði afurða sé a.m.k. 3,5 milljarðar króna og eftirspurn vaxi stöðugt eða um hartnær 8 prósent á ári. Ofnýting hafi hins vegar leitt til hnignunar plöntunnar, að sögn Þóru Ellenar, og að burnirót sé komin á válista sum staðar, t.d. í fimm Evrópulöndum. Alþjóðanáttúruverndarráðið (IUCN) og undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna hafi einnig hvatt til ræktunar burnirótar til að stemma stigu við eyðingu villtra stofna.

- Auglýsing -

Vinnur gegn stressi og þróttleys, eykur einbeitingu og úthald

Burnirótarakrar eru að sögn Þóru Ellenar í nokkrum löndum en ræktun er enn í smáum stíl.

„Burnirót er notuð gegn stressi og þróttleysi og til að auka einbeitingu og úthald. Klínískar rannsóknir virðast styðja við þessa verkun þótt hún sé ekki að fullu sönnuð og þörf sé á ítarlegri rannsóknum. Þá má nefna að burnirót hefur sýnt mótverkandi áhrif gegn veirum og öndunarfærasjúkdómum af þeirra völdum og rannsóknir hafa m.a. beinst að áhrifum hennar á æðasjúkdóma, krabbamein og sykursýki. Í þessu verkefni koma saman aðilar sem vilja finna bestu leið fyrir ræktun burnirótar á Íslandi með afurðum sem markaðssetja má sem sjálfbært framleidda hágæðavöru,“ segir Þóra í fyrirspurnun vegna rannsóknarinnar.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -