Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Einelti á vinnustað – Dauðans alvara: „Ég horfði upp á einstakling veslast upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ekki megi vanmeta sorgarferlið sem fer í gang við það að missa starfið sitt á þennan hátt og ekki síður vinnufélaga sem þora kannski ekki að standa með viðkomandi vegna hræðslu um eigið starf innan vinnustaðarins eða ótta við að lenda í sömu stöðu og þolandi og stendur því hjá. Það kom á óvart að það var ákveðin vísbending um að vinnufélagarnir hyrfu á braut, fólk sem hafði jafnvel borðað hádegismat með þolanda í fjölda ára, jafnvel yfir áratug og verið boðið í persónulega fögnuði eins og brúðkaup og afmæli. Langflestir hurfu á einu augabragði og snéru sér jafnvel í hina áttina ef þeim var mætt á förnum vegi. Það er svo mikil sorg yfir því hvað fólk stendur aleitt í þessu ferli,“ skrifar Sigrún Eyjólfsdóttir í meistararitgerð sinni sem fjallar um langtímaafleiðingar af einelti á vinnustað sem ber heitið; Einelti á vinnustað – Dauðans alvara.

Rannsóknin er eina íslenska rannsóknin sem hefur skoðað þessa hlið, sérstaklega. Niðurstöður rannsóknarinnar voru sláandi og sýndu að langtímaafleiðingar á þolanda eru mjög alvarlegar og höfðu gjörbreytt lífi allra viðmælenda. „Frásagnirnar eru mjög sláandi og oft á tíðum átakanlegar og ég finn mikið til með þessum einstaklingum sem eru að burðast með þessa lífsreynslu.“ Ofbeldi og einelti á vinnustöðum.

Sigrún er alin upp í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi, en býr núna alveg á „landamærunum“, sem hentar henni mjög vel, þar sem hjartað slær báðum megin. „Elsta dóttir mín spilar með Gróttu/KR í bæði hand- og fótbolta svo það er erfitt að gera upp á milli. Ég er með BA-próf í spænsku og sögu frá Háskóla Íslands og dvaldi meira og minna á Spáni í um sex ár við nám, leik og störf. Þegar Spánarævintýrinu lauk var mikill uppgangur í fjármálageiranum á Íslandi, þar sem ég fékk frábær tækifæri. Ég vann í geiranum í yfir 10 ár eða þar til að ég ákvað að breyta alveg um starfsvettvang, “ segir Sigrún en viðtalið má lesa í heild sinni í veftímariti Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -