Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Einhleyp Ása fæddi barn fimmtug: „Þetta er ekki endilega þannig að ég vilji ekki eiga mann”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ása Dóra Finnbogadóttir er í félaginu Einstakar mæður sem er félagsskapur kvenna sem ákveða að eignast börn sjálfar:

.„Þetta er ekki endilega þannig að ég vilji ekki eiga mann. Sumar konur eru í þannig stöðu að þær langi að vera einar. Ég myndi vilja eignast mann en ekki hvaða mann sem er,” segir  Ása en viðtal við hana verður í næsta þætti af Landanum á RÚV:

Kemur fram í spjallinu að Ása var 49 ára gömul þegar hún varð ólétt; hún var því orðin fimmtug þegar dóttir hennar, Jódís Magga, kom í heiminn, en hún er núna rúmlega sjö mánaða gömul.

Ása er því ein af elstu konum Íslands til að eignast barn.

Einnig kemur fram að Ása hefur áður reynt að verða barnshafandi:

„Ég missti manninn minn fyrir sjö árum síðan og hef ekki fundið rétta manninn. Ef hann er þarna þá hefur hann fundið aðra konu en mig. Ég er þannig að ef mig langar eitthvað þá geri ég það og þetta er eitt af því. Þó ég hafi verið orðin 49 ára og búin að reyna að verða ólétt af og til, meðan lífið brunaði áfram, þá ákvað ég að slá til og sé ekkert eftir því.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -