Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

„Einhverja daga húkti ég á bensínstöðinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bergljótu Arnalds rithöfundi var vísað á dyr í menningarhúsinu Gimli á Stokkseyri þar sem hún hafði leigt sér listamannaaðstöðu. Páll Ásgeir Davíðsson, lögmaður og barnsfaðir hennar, fékk úthlutað aðstöðu í sama húsnæði og Bergljót en hún hefur sakað hann um heimilisofbeldi í áraraðir. Um er að ræða vinnuaðstöðu í menningarsetri á Stokkseyri en Bergljót ákvað að flytja til Eyrarbakka á sínum tíma til að vera sem fjærst eiginmanninum fyrrverandi.

Páll Ásgeir Davíðsson, lögmaður og barnsfaðir Bergljótar Arnalds, vísar því alfarið á bug að honum hafi gengið slæmt til þegar hann óskaði eftir vinnuaðstöðunni og telur sig hafa komið þangað inn á undan Bergljótu þó að hann hafi vissulega vitað að hún hefði hug á því. Að hann sé eltihrellir segir hann ekki eiga nokkra stoð í raunveruleikanum. „Fyrir það fyrsta var ég kominn þarna inn langt á undan henni. Hún hafði einhvern tímann haft það á orði að hún vildi fara þarna inn en það var bara eitthvað hugsanlega og kannski. Þar sem Bergljót var ekki með aðstöðu á menningarsetrinu og heimili hennar á Eyrarbakka var ekki tilbúið hafði ég enga ástæðu til að ætla að hún myndi vera þarna. Ástæðan fyrir því að mig vantaði aðstöðu er sú að Bergljót skráir barn okkar í skóla á Stokkseyri. Þetta var gert án nokkurs samráðs við mig og gerir það að verkum að ég þarf að keyra alla leið austur til að fara með barnið úr skóla og svo aftur heim til Reykjavíkur. Ég þurfti þessa aðstöðu einfaldlega þess vegna. Einhverja daga húkti ég á bensínstöðinni en svo var mér bent á að þarna væri hægt að fá húsaskjól til að vinna. Þetta er ekki flóknara,“ segir Páll Ásgeir.

„Sjálfur hef ég engan áhuga á því að eiga í samskiptum við Bergljótu en við eigum saman barn og ég þarf vinnuaðstöðu þegar ég keyri hana í skólann. Það er bara ekki þannig að mér hafi gengið illt til, viljað klekkja á henni eða elta. Dóttir mín hefur verið mjög kát með að pabbi hennar sé þarna á staðnum en ég get alveg trúað því að Bergljótu hafi þótt þetta óþægilegt. Hins vegar vissi ég ekki að hún væri þarna líka og sendi henni strax upplýsingar um hvaða daga ég væri þarna svo hún gæti ákveðið hvort hún vildi koma eða ekki. Ég lagði til að við finndum leið til að láta dæmið ganga upp og ég fengi að vera þarna þá daga sem ég þurfti að keyra barnið til og frá skóla, þetta eru ekki nema 4 dagar í mánuði. Það er þvílík fásinna að ég hafi verið að eltast við Bergljótu á meðan ég er bara að bíða eftir barni okkar á mínum umgengnistíma og vinna með þær erfiðu aðstæður að barnið er í skóla langt frá heimilum sínum. Ég bauðst svo til að bakka þegar ég sá hvaða vesen þetta væri.“

Lestu nánar um málið í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -