Fimmtudagur 21. september, 2023
3.8 C
Reykjavik

Einn ástsælasti bar landsins settur á sölu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Einn vinsælasti hverfisbar Íslands hefur nú verið settur á sölu.

Skemmtistaðurinn Moe’s Bar í Breiðholti er til sölu og mögulegt fyrir fólk að kaupa sögulegan bar sem hefur skipt sköpum í menningarlífi Efra-Breiðholts árum saman. Staðurinn hefur stundum verið nefndur Cheers Íslands. Barinn hefur verið starfandi undir nafninu Moe’s Bar frá árinu 2007 en þar á undan voru staðirnir Big Ben Sportbar og Jói Risa starfandi í sama húsnæði. Hægt er að kaupa staðinn á 99 milljónir. 

Moe’s Bar komst í fréttirnar í október 2022 þar sem hrottaleg árás átti sér stað fyrir utan staðinn þar sem manni var sparkað niður 23 tröppurnar fyrir utan barinn og varð til þess að fórnarlambið hlaut varanlegan heilaskaða. Árásarmaðurinn Óskar Andri Jónsson var í júní dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árásina.

Hægt er að skoða myndir og sölulýsingu af Moe’s Bar hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -