Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Einn stærsti hjólreiðaviðburður sumarsins verður á Laugarvatni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

KIA Gullhringurinn ein umfangsmesta og vinsælasta hjólreiðakeppni landsins. verður haldin á Laugarvatni á laugardaginn. Keppnin er haldin ár hvert og hjólað um margar þekktustu náttúruperlur Íslands um leið og hjólað er um þekktustu söguslóðir þjóðarinnar, Skálholt, Bræðratungu og Þingvelli.

Mynd / Aðsend

Mottó KIA Gullhringsins er „Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir“ og er hægt að velja sér vegalengd eftir getu hvers og eins úr þremur mismunandi keppnisstigum. Í ár er svo boðið upp á rafmagnshjólaflokk í fyrsta sinn og er það í fyrsta sinn í hjólreiðakeppni á Íslandi sem það er í boði. Þá er keppnin hluti af mótaröðinni Víkingar ásamt keppnunum Hengil Ultra, Landsnet MTP og Eldslóðinni.

Mynd / Aðsend

Umferð um uppsveitirnar í sögulegu lágmarki um helgina

„Allt þekktasta hjólreiðafólk landsins hefur hjólað KIA Gullhringinn og það sem skemmtilegra er að nýliðar í sportinu hafa notað KIA Gullhringinn sem fyrstu keppnina sína og þannig formlega innkomu sína í sportið. Það sem gerir keppnina í ár frábrugðna keppnum síðustu ára er að umferð í uppsveitum Árnessýslu verður væntanlega í sögulegu lágmarki á laugardagskvöld, en keppnin er ræst milli 17:00 og 18:00 frá Laugarvatni. Stórar rútur og ferðaþjónustu tengd umferð verður líklega engin og tímabundnar lokanir gera brautina öruggari en nokkru sinni fyrr,“ segir Einar Bárðarson skipuleggjandi keppninnar.

Mynd / Aðsend

Gestir hvattir til að njóta Laugarvatns og Bláskógarbyggðar

Þá hafa skipuleggendur keppninnar hvatt keppendur að koma með fjölskyldu sína og nýta sér ferðagjöf stjórnvalda til að gista og njóta fjölbreyttrar afþreyingar sem er í boði í uppsveitunum og öllum þeim frábæru veitingastöðum sem þar er að finna. Fyrir utan landsþekkt náttúruundur eru veitingastaðir á borð við Lindina, Friðheima og Efstadal. Fontana boðin sem hafa sjaldan verið vinsælli, standbretti og fjallahjólabraut á Laugarvatni, svo fátt eitt sé nefnt.

- Auglýsing -
Mynd / Aðsend

Hámarksfjöldi keppenda vegna Covid 19

Skráðir keppendur eru um 340 talsins en gert er ráð fyrir að sú tala fari vel yfir 400 þegar nær dregur helginni en ekki verða fleiri skráðir til keppni en 475. Keppninni er svo skipt upp í fimm ræsingar flokka og farið að leiðbeiningum almannavarna. Þannig er miðpunktur keppninnar í ár ekki niður við vatnið og Fontana böðin heldur uppi við Menntaskólann á Laugarvatni sem gerir það mun auðveldara að fara að fyrrnefndum reglum.

Mynd / Aðsend

Dagskráin byrjar á tónleikum leynigesta

- Auglýsing -

Skrifstofa keppninar opnar klukkan 12:00 á hádegi á laugardag á Laugarvatni en keppnishald hefst svo klukkan 16:00 með tónleikum þar sem sjóðheitir leynigestir stíga á svið og koma keppendum í keppnisgírinn.

Mynd / Aðsend

Pottar og pönnur barðar við þjóðveginn

Sú hefð hefur skapast að sumarbústaðaeigendur og íbúar uppsveitanna hafa safnast saman við sín gatnamót við Laugarvatnsveg og Biskupstungnabraut þar sem keppnin fer um og barið þar potta og pönnur til hvatningar keppendunum. En skipulagðar hvatningarstöðvar verða við gatnamót Biskupstungnabrautar og Miklaholts upp undir Reykholti í Biskupstungum, Á malbikaða útsýnisplaninu við Brúará og svo á horni Biskupstungnabrautar (34) og Laugarvatnsvegar (37).

Mynd / Aðsend

Gott samstarf við Vegagerðina og verktaka

Einhverjar vegaframkvæmdir eru á þeim spotta sem telja um 3 km af brautinni en góð samskipti og samráð hafa verið höfð við Vegagerðina og verktaka þeirra og verður leiðin gerð keppnisfær fyrir helgina og fyllsta öryggis gætt. Öryggisstjóri keppninnar KIA Gullhringsins er Ólafur Kr. Guðmundsson sérfræðingur í umferðaröryggi á Íslandi, fyrrum tæknistjóri EuroRAP á Íslandi og alþjólegur FIA dómari í formúlu.

Dagskrá verður sem hér segir:
13:00 Skrifstofa mótstjórnar opnar í ML. Afhending gagna og sala á síðustu skráningum sem og fjölskyldumiðum í grillið
16:00 Góða ferð tónleikarnir
17:00 Brautarfundur. Allir keppendur mæta
17:30 Ræsingar hefjast
18:00 Allir flokkar verða komnir af stað
20:00 Grillið ræst við ML
21:00 Verðlaun og úrdráttarverðlaun
22:30 Formleg mótslit

Öllum keppendum er boðið í Fontana eftir keppni, ávísunin gildir svo út sumarið ef hún nýtist ekki á mótsdag. Öllum keppendum er boðið að nýta sundlaugina ef það fyllist í Fontana eins og við höfum haft það í gegnum árin. Öllum keppendum er boðið í grill og drykk á eftir og fjölskyldumeðlimir geta keypt fjölskyldu miða á 1.000 kr. á meðan birgðir endast.

Mynd / Aðsend

Mynd / Aðsend
Mynd / Aðsend
Mynd / Aðsend

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -