Föstudagur 23. september, 2022
7.1 C
Reykjavik

Eiríki ofbauð þessi ólöglega auglýsing í Reykjavík – Lét heildverslunina heyra það

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í Íslensku við Háskóla Íslands, hefur undanfarið vakið athygli fyrir að tala gegn einstrengishætti hvað varðar íslenskt mál. Honum ofbauð þó auglýsingar sem sjá má á strætóskýlum víða í Reykjavík, líkt og mörgum.

Auglýsingin er fyrir einhverskonar haframjólk en það sem verra er, hún er alfarið á ensku. Fjölmiðlakonurnar Karen Kjartansdóttir og Björk Eiðsdóttir vekja athygli á þessu á Facebook en þar skrifar sú fyrrnefnda: „Eins og mjólk en gerð fyrir fólk. Hvaða fásinna er það að klastra öll strætóskilti út með enska slagorðinu sem er svo miklu slappara en íslenska þýðingin, sem hreinlega blasir við. Ég vil þakka Björk Eiðsdóttur fyrir að vekja athygli á þessu og vona að þetta verði fært til betri vegar.“

Eiríkur deilir færslu hennar innan Facebook-hópsins Málspjall og skrifar: „Auglýsingar eiga að vera á íslensku! Það er ástæðulaust og raunar bannað með lögum að birta auglýsingar á ensku þegar markhópurinn er augljóslega íslenskur að mestum hluta. Björk Eiðsdóttir vakti athygli á þessu og samdi frábært íslenskt slagorð í staðinn fyrir enskuna.“

Ólíkt mörgum þá lét Eiríkur ekki duga að kvarta á Facebook, hann fór í málið. „Ég skrifaði heildversluninni: „Góðan dag. Athygli mín hefur verið vakin á auglýsingu frá ykkur sem nú má víða sjá á strætóskýlum. Á henni er textinn „It’s like milk but made for humans“. Af því tilefni vil ég vekja athygli á að í 6. grein laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, segir: „Auglýsingar sem höfða eiga til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku.“ Ég vænti þess að auglýsingunum verði breytt þannig að þær samræmist íslenskum lögum.“

Honum hafði ekki borist svar nú í kvöld.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -