Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Ekki ætlunin að vel stæð fyrirtæki myndu nýta úrræðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lögum um svokallaða hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar verði breytt í ljósi þess að vel stæð fyrirtæki hafa nýtt leiðina á móti skertu starfshlutfalli starfsmanna.

Olíufélagið Skeljungur hefur t.d. nýtt hlutabótaleiðin en á sama tíma greiddi félagið út 600 milljónir króna í arð til hluthafa. Sömuleiðis hefur soðtækjaframleiðandinn Össur minnkaði starfshlutfall 165 starfsmanna á Íslandi niður í 50 % starf á móti hlutastarfaleið ríkisstjórnarinnar.

Rúv hefur eftir Katrínu að hlutabótaleiðin hefði verið sett á laggirnar til að koma í veg fyrir annars óhjákvæmilegar uppsagnir fyrirtækja sem verða fyrir miklum efnahagslegum áhrifum vegna COVID-19.

„Að sjálfsögðu þá var ekki ætlunin sú að stöndug fyrirtæki væru að nýta sér þetta neyðarúrræði til að greiða niður laun sinna starfsmanna,“ er haft eftir Katrínu í frétt Rúv.

Katrín segir þá að hlutabótaleiðin verði framlengd með lagabreytingu þar sem skilyrði verða sett um til dæmis arðgreiðslur.

Sjá einnig: Greiddu út 600 milljónir í arð og nýta svo hlutabótaleiðina

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -