Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ekki má bíða of lengi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimildamenn Mannlífs segja að raunstaða Icelandair sé enn verri en haldið hefur verið fram en félagið hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir háan rekstrarkostnað. Telja þeir að Icelandair komi til með að þurfa á ríkisaðstoð að halda og það jafnvel frekar fyrr en seinna þar sem staða félagsins sé slæm.

Heimildamenn Mannlífs eru flestir sammála því að skrítið sé að ríkið hafi ekki nú þegar komið að endurreisn Icelandair við þessar erfiðu og krefjandi aðstæður. Slíkt hefur nú þegar verið gert víða, líkt og vefmiðilinn Túristi bendir á í nýlegri umfjöllun sinni um Icelandair og mögulega aðkomu ríkisins að félaginu. Þar er þeirri spurningu varpað fram hvort flugfélagið sé í raun það félag sem ráðamenn þjóðarinnar eigi að treysta á sem óskabarn þeirra.

„Það yrði ekki heimsfrétt ef íslenskir ráðamenn ákveða að kaupa hlut í Icelandair til að koma félaginu til bjargar. Nú er stóra spurningin hvort þessir hluthafar eru til í að taka áhættuna og halda Icelandair á floti á meðan tekjurnar eru engar eða hvort ríkið þurfi á endanum að koma félaginu til bjargar og jafnvel eignast meirihluta í því. Hvort Icelandair, eins og það fyrirtæki er skipulagt í dag, er svo rétta félagið til að byggja samgöngur til og frá landinu á er svo önnur spurning sem ráðamenn þjóðarinnar þurfa að spyrja sig að,“ skrifar Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.

Ekki gjaldþrota

Það dylst engum að staða Icelandair er slæm. Í mars sagði félagið 240 starfsmönnum upp störfum og 92% starfsmanna fór í skert starfshlutfall tímabundið. Í vikunni gaf stjórn Flugfreyjufélags Íslands út að það sé ekki tilbúið til að skerða kjör flugfreyja og flugþjóna til frambúðar þar sem ekki er svigrúm til frekari skerðingar hjá félagsmönnum. Þá hafa hlutabréf í Icelandair verið í frjálsu falli það sem af er ári og sem stendur er þorri flugflota félagsins ekki í notkun. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að ekki sé verið að reyna að bjarga félaginu frá gjaldþroti þótt ráðist sé í hlutafjárútboð.

Nánari umfjöllun um málið er að finna í helgarblaðinu Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -