Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Ekki marktækur munur á Viðreisn og Samfylkingunni: „Þetta er náttúrulega alveg risa stökk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fylgi Viðreisnar mælist nú álíka hátt og fylgi Samfylkingarinnar, í nýrri könnun Maskínu sem gerð var fyrir Vísi. Hætta er á að metfjöldi atkvæða falli niður dauður, samkvæmt prófessor í stjórnmálafræði.

Talsverð hreyfing er á fylgi flokka samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var frá 1. til 6. nóvember en Samfylkingin tapar einu og hálfu prósentustigi á milli kannana. Flokkurinn fer úr 22,4 prósentum niður í 20,9 prósent. Svipað tap er hjá Miðflokkinum sem fer úr 16 prósentum nður í 14,9 prósent.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar lítillega, fer úr 14 prósentum niður í 13,3 prósent. Munurinn á fylgi Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins er ekki marktækur.

Samkvæmt könnun Maskínu er Viðreisn á hraðri uppleið og bætir við sig þremur prósentum á milli kannana. Flokkurinn var í 16,4 prósentum í síðustu könnun en mælistn ú með 19,4 prósent. Vísir ræddi við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, en hann telur mesta fréttin vera aukning á fylgi Viðreisnar.

„Þetta er náttúrulega alveg risa stökk sem flokkurinn hefur núna verið að taka yfir nokkrar kannanir. Hún er nú kominn nokkurn veginn jafnfætis Samfylkingu sem hefur verið að trappast niður,“ segir Eiríkur við Vísi.

Ef gengið yrði til kosninga nú, næðu Samfylkingin og Viðreisn samanlagt 31 þingmanni og því mjög nálægt því að geta myndað tveggja flokka stjórn. Telur Eiríkur þó að þriggja flokka stjórn sé líklegri sviðsmynd og nefnir Framsókn sem líklegan þriðja flokk. Sá flokkur er eini flokkurinn sem bætir við sig fylgi, samkvæmt könnunnini, fer úr 69, prósentum og upp í 7,5 prósent.

- Auglýsing -

Eiríkur segir: „Framsóknarflokkurinn réttir örlítið úr kútnum eftir útspil formannsins til varnar innflytjendum og aðkomufólki í landinu. Framsóknarflokkurinn er alltaf vænlegur samstarfsflokkur í öllum ríkisstjórnum og hefur verið það í gegnum söguna. Þetta eru aðeins önnur möguleg stjórnarmynstur sem birtast í þessari könnun miðað við það sem við höfum verið að sjá að undanförnu.“

Inga Sæland og félagar hennar í Flokki fólksins eru á svipuðum stað og í síðustu könnun Maskínu, með 8,9 prósentustig. Þá ná fimm flokkar ekki manni á þing, samkvæmt könnunnini en Píratar eru þó á hægri uppleið, með 4,9 prósent fylgi. VG sekkur enn dýpra og mælist nú aðeins með 3,2 prósent á meðan Sósíalistar mælast með 4,5 prósent. Þá mælist Lýðræðisflokkurinn aðeins með 1,7 prósent fylgi og Ábyrg framtíð, sem aðeins bíður fram í Reykjavík norður, mælist með 0,8 prósent.

Eiríkur telur að útlit sé á því að metfjöldi dauðra atkvæða verði í kosningunum eftir þrjá vikur:„Það gæti verið þannig að metfjöldi atkvæða falli niður dauður í þessum kosningum ef enginn þessara þriggja flokka nær inn á þing. Ég hefði nú fyrirfram gert ráð fyrir því að einhver þessara flokka myndi ná yfir þröskuld en þetta er farið að mælast sem ansi viðvarandi staða. Þannig að það er kannski ekki útilokað að þeir falli hreinlega bara allir út af þingi.“ Bætir hann við að taktísk kosning hljóti að vera áhyggjuefni, eins og talað var um í forsetakosningunum síðasta vor:

- Auglýsing -

„Hin taktíska atkvæðagreiðsla gengur einfaldlega út á það fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ. Þannig að fólk er tregt til að veita stjórnmálaflokki stuðning sem miklar líkur eru á að nái ekki inn, því þá nýtist atkvæðið ekki. Flokkurinn verður að virðast að hafa ágætis von um að geta náð þingsæti til að fólk sé yfir höfuð tilbúið að styðja hann. Þegar flokkar falla svona langt fyrir neðan þröskuld, eins og til dæmis í tilfelli Vinstri Grænna núna, verður sí erfiðara að sannfæra kjósendur um að ljá þeim atkvæði sitt.,“ segir Eiríkur.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -