Miðvikudagur 24. maí, 2023
7.1 C
Reykjavik

Ekki var allt sem sýndist þegar lögreglan sinnti útkalli vegna lífvana heimiliskattar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ys og þys var víðsvegar í borginni þetta fyrsta föstudagskvöld sumarsins og mátti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinna hinum ýmsu verkefnum.

Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynning hafi borist frá Suðurlandsvegi, en þar hafði vegfarandi orðið var við lífvana kött í vegkanti. Lögreglan sinnir því hlutverki að fjarlæga dáin dýr og koma á rétta stað. Við eftirgrennslan fannst meintur köttur sem í senn reyndist vera rifin úlpa í vegkantinum.

Verðbólgan virðist bíta mismikið en tilkynning barst um aðila að reyna stela hraðbanka í Hafnarfirði. Á vettvangi mátti sjá að búið var að binda reipi við aftari hluta bifreiðarinnar og í hraðbankann. Bifreiðin var mannlaus og málið í rannsókn.

Þá kemur einnig fram að hópur barna í vesturhluta borgarinnar höfðu ekið um á gröfu. Höfðu börnin lumað sér inn í vinnuvélina og ræst hana. Þegar lögreglan bar að garði voru börnin bak og burt en tilkynnanda hafði tekist að hræða þau á brott og þar með spornað við að stórslys yrði.

Hefðbundnari tilkynningar bárust einnig lögreglu þar á meðal vegna ölvunaraksturs, fíkniefnabrota, samkvæmishávaða og aðstoðarbeiðnir vegna ölvunarástands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -