Miðvikudagur 18. september, 2024
9 C
Reykjavik

Eldur í kjallaraíbúð við Miklubraut – Líklegt að kviknað hafi í út frá kæliskáp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu er nú vegna elds við Miklubraut í Reykjavík. Verið er að reykræsta íbúðina sem eldurinn kviknaði í.

Eldurinn kviknaði í kjallaraíbúð við Miklubraut 60. Íbúðin er í útleigu og samkvæmt heimildum Mannlífs er um að ræða leigueiningar þar sem allnokkur herbergi eru leigð út til einstaklinga.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem íbúar hafa fengið er líklegt að kviknað hafi í út frá kæliskáp. Margir íbúar hússins standa nú fyrir utan það og hafa meðal annars fengið þau fyrirmæli að leita á sjúkrahús finni þeir fyrir óþægindum vegna reyks.

Myndir af vettvangi:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -