Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Elín Pálmadóttir er látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elín Pálma­dótt­ir blaðamaður er lát­in, 95 ára að aldri. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, árið 1947, hóf hún nám við Háskóla Íslands þar sem hún lærði ensku og frönsku. Elín starfaði meðal annars fyrir utanríkisþjónustuna í sendiráðinu í París þar sem hún kynntist franskri menningu og unni sér vel þar.

Elín hóf störf sem blaðamaður hjá Vik­unni árið 1952, og sex árum síðar, fór hún yfir til Morgunblaðsins. Elín lét af störfum árið 1997 en hélt áfram góðu sambandi við blaðið þar sem hún skrifaði  bæði greinar og viðtöl. Hún sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1970-1978, var kvenréttindakona og þótti afar vænt um íslenska náttúru. Elín var heiðruð fyrir störf sín af öllum helstu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um lands­ins en það voru ekki einu verðlaun hennar. Hún hlaut heiður­sviðkenn­ingu Blaðamanna­fé­lags­ins 1992, ridd­ara­kross fálka­orðunn­ar 1995 og var einnig sæmd æðstu heiðursorðu Frakk­lands, Lé­gi­on d’honn­e­ur, árið 2015. Morgunblaðið greindi frá andláti Elínar í morgun þar sem hún var sögð bæði vinsæl og vinamörg, auk þess að hafa verið frumkvöðull í íslenskri blaðamennsku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -