Fimmtudagur 30. mars, 2023
6.8 C
Reykjavik

Hrafn vildi gefa Elísabetu systur sinni nýra: „Hann hefur þá verið orðinn veikur af krabbameini“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Elísabet Kristín Jökulsdóttir, skáldkona og rithöfundur, skrifaði fallega færslu á Facebook um bróður sinn Hrafn, sem nú berst við krabbamein. Sjálf glímir Elísabet við nýrnabilun á lokastigi.

„Af því hvað Hrafn bróðir minn er veikur langar mig að segja frá því hvað hann er góður bróðir. Hann er sá eini sem hefur gengið í gegnum heila rannsókn á því hvort hann mætti gefa mér nýra, hann hefur þá verið orðinn veikur af krabbameini og sárt til þess að vita að allar rannsóknirnar sem hann fór í vegna nýrnagjafar hafi ekki leitt til þess að meinið hans uppgötvaðist. En hann þrælaði sér í gegnum allar rannsóknir og þegar læknarnir sögðu honum að þetta væri ekki hægt, það væri stór slagæð sem lægi rétt hjá heilbrigðari nýranu, þá spurði Hrafn: En er það ekki hægt samt? Ég er nú ekkert að gera hann að dýrlingi því fleiri í fjölskyldunni spurðust fyrir, Illuga var tildæmis harðbannað af sínum lækni að hugsa um þetta, Unnur og Garpur með nýrnasteina, og Gabríel ömmustrákur sem vildi endilega gefa ömmu sinni nýra þótti of ungur. En nú er það kærleikurinn sem ríkir og bróðir minn er að byrja í geislum í dag og ég ætla að hugsa hlýlega til hans.“

Mannlíf fékk góðfúslegt leyfi frá Elísabetu til að birta færsluna í heild sinni. Hrafn byrjaði í geislameðferð í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -