Miðvikudagur 29. mars, 2023
0.3 C
Reykjavik

Elísabet Ormslev var í eitruðu sambandi við eldri mann: „Ætlarðu ekki örugglega í fóstureyðingu?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Elísabet Ormslev söngkona greindi frá eitruðu sambandi sínu við þekktan tónlistarmann á Twitter. sambandið hófst þegar hún var aðeins 16 ára gömul en maðurinn var þá 38 ára.

Að sögn Elísabetar tók hana tíu ár að losna algjörlega undan sambandinu sem einkenndi ofbeldi og umsátur. Maðurinn notfærði sér ungan aldur Elísabetar sem auðveldaði honum að ná á henni valdi. „Ég hafði aldrei átt kærasta og þráði ekkert heitar en að eignast einn slíkan og vera elskuð,“ segir Elísabet í Twitter færslunni. Hún hafði enga reynslu á samböndum, enda bara barn, og treysti algjörlega á að hann vissi betur en að hennar sögn hélt hann henni í heljargreipum í endalausum „haltu mér, slepptu mér“ vítahring.

Elísabet flosnaði upp úr námi í Verslunarskóla Íslands þrátt fyrir framúrskarandi árangur í grunnskóla þar sem hún útskrifaðist með 9,3 í meðaleinkunn en hún byrjaði að skrópa í skóla til að geta hitt manninn.

Maðurinn byrjaði aftur með fyrrverandi konunni sinni en sleppti þó ekki takinu á Elísabetu heldur sannfærði hana um að það væri eðlilegt að þau hittust bara á meðan konan var í vinnuni, hann hafði þá einnig sannfært hana um að hann mætti sofa hjá öðrum konum.

Elísabet segist hafa orðið háð leynimakkinu, rifrildunum og síðan sáttunum. „Þetta varð eins og adrenalínsprauta eða jafnvel heróín, eitrað og ávanabindandi“

Mig langar ekki að passa hann og þegja meira

Hún fór í það hlutverk að passa hann, fullorðinn manninn, aðeins 16 ára, þetta mátti ekki komast upp.

- Auglýsing -

Samband þeirra stóð yfir í tíu ár, þau hættu og byrjuðu aftur saman ítrekað. Elísabet segir frá því þegar hún varð ófrísk eftir hann í samtali við Fréttablaðið, einu viðbrögðin sem hún fékk frá honum voru „Ætlarðu ekki örugglega í fóstureyðingu?“

Eftir að sambandinu lauk tóku við umsátur að hans hálfu sem, að hennar sögn, standa enn yfir. Hann keyrir framhjá heimili hennar en nýlega flutti hún með manni sínum, stjúpdóttur og tveggja ára syni, þegar hún sá hann fyrir utan nýja heimili þeirra segist hún hafa fengið nóg. „Mig langar ekki að passa hann og þegja meira.“

Mannlíf hefur reynt að fá viðbrögð mannsins sem Elísbet ræðir um en hann svarar ekki skilaboðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -