Föstudagur 7. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Elísabet viðurkennir hlutdeild í frelsissviptingu bróður síns: „Mistök og ég harma það alla daga“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Elísabet Jökulsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni varðandi frelsinssviptingu sem Hrafn Jökulsson bróðir hennar varð fyrir á Brú í Hrútafirði. Ítarlegt viðtal við Hrafn birtist í helgarblaði Fréttablaðsins.

Elísabet yfirkennir að hún hafi átt hlutdeild að máli þar sem hún hringdi og óskaði eftir aðstoð lögreglu og læknis til að huga að líðan Hrafns. Aldrei hefði hana órað fyrir því að sérsveitin myndi aðhafast með jafn mikilli hörku og raun bar vitni.

Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Elísabetar í heild:

❤YFIRLÝSING Hrafn bróðir minn varð fyrir hrottalegu ofbeldi og ólöglegri handtöku eins og hann lýsir í þessu fína viðtali sem Fréttablaðið birti við hann í gær. Ég verð að játa að ég átti ákveðinn þátt í því, það voru mistök og ég harma það alla daga, en á móti kemur að ég ætlaðist auðvitað aldrei til þess að það kæmi heil víkingasveit að athuga með hann. Ég hafði talið að hann hafði gengið fram af sér við fjöruhreinsun og orðið veikur þess vegna. Þegar ég hringdi á lögregluna bjóst ég við að það kæmu tveir alúðlegir lögregluþjónar frá Blönduósi með lækni sem vissi sínu viti. Þeir Hrafn hefðu þá getað rætt málin í sameiningu. Ég þarf ekki að taka það fram hversu hjartfólginn þessi bróðir minn er mér og hvað ég óska honum góðs bata í baráttu hans við krabbamein sem nú fer fram. Elísabet Kristín Jökulsdóttir

Sjá einnig

Hrafn stefnir ríkinu: „Ég er í engum vafa um hvernig viðureign mín við íslenska ríkið fer“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -