Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Enginn snjór á Reykjanesbraut en allt lokað: „Hvernig er hægt að réttlæta þetta bull“ – Mynd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í vefmyndavél Vegagerðarinnar má sjá greiðfæra Reykjanesbrautina. Enginn snjór er á veginum og samkvæmt Vegagerðinni eru þar 17/ms í vindhraða. Margir sitja fastir í Keflavík en Reykjanesbraut hefur verið lokuð síðan í gær, að frátöldum þeim stutta tíma sem hún var opnuð í dag. Íbúar jafnt sem strandaglópar krefjast svara við því hvers vegna ekki sé heimilt að keyra brautina, enda er engan snjó að sjá á veginum.

Lögreglan á Suðurnesjum setti inn Facebook færslu, þar var sögð hætta á því að skaflar myndist hratt vegna vindhraða. Ekki allir virðast gleypa við þessari útskýringu, enda er óalgengt að Reykjanesbrautinni sé lokað, hvað þá svo sólahringum skipti. Utanlandsflugum hefur mörgum verið aflýst og eru því margir farþegar fastir á Keflavíkurflugvelli.

Uppfært: Búið er að opna fyrir Reykanesbraut, aðra leið, í átt að Keflavík.

Auð Reykjanesbrautin/ Skjáskot af vefmyndavél Vegagerðarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -