Jarðskjálftahrinan við Keili heldur áfram og hafa nokkrir töluvert stórir skjálftar orðið á svæðinu síðustu daga.
Í nótt mældist skjálfti á 5,6 kílómetra dýpi, 1,1 kílómeter suðvestur af Keili. Skjálftinn var nokkuð öflugur eða um þrjú stig að stærð og er fjórði skjálftinn í þessari hrinu sem mælist yfir þrjú stig.
Stærsti skjálftinn varð á laugardaginn en mældist sá 4,2 stig og fannst vel meðal annars í höfuðborginni.
Tæplega þrjúhundruð skjálftar hafa mælst á svæðinu við Keili síðustu tvo sólarhringa og margir hverjir fundist vel í næsta nágrenni við Keili. Vísindamenn hafa ekki komið sér saman um það hvort skjálftarnir séu fyrirboði þess að eldgos brjótist upp á yfirborðið. Goshlé hefur verið í geldingadölum undanfarið.
Fólk er varað við fjallgöngum á Keili þar sem skjálftar geta valdið grjóthruni og háska þeirra sem vara um.