Laugardagur 5. október, 2024
9.8 C
Reykjavik

Enn mikil óvissa fyrir Grindvíkinga – Fundað í dag um framhaldið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúmlega fjögur hundruð skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti en stærsti skjálftinn var 2,7 að stærð. Þá verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna klukkan ellefu í dag þar sem farið verður yfir stöðuna. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er ástandið óbreytt og líkur á eldgosi enn taldar miklar.

Mikið landris hefur orðið í Grindavík síðustu daga og er landslag þar orðið töluvert breytt. Þá hefur þeim íbúum sem ætla sér til Grindavíkur í dag verið beint að lokunarpóstinum við mót Krísuvíkurvegar eða Strandvegar í stað Grindavíkurvegs eða Reykjanesbrautar. Enn ríkir mikil óvissa fyrir Grindvíkinga og ekki liggur fyrir hvort eða hvenær fólk geti snúið aftur til síns heima.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -