Neytendastofa bendir neytendum á að vera vel á varðbergiÍ ljósi aðstæðna þegar kemur að vali á andlitsgrímum. Víða um Evrópu hafa grímur verið innkallaðar þar sem þær uppfylla ekki kröfur um öryggi.
Ísland er þar ekki undanskilið því nýlega innkölluðu Front-X og Rekstrarvörur grímur sem verslanirnar voru með í sölu.
Sjá einnig: KN95 grímur uppfylla ekki öryggiskröfur
Innkallanir á Íslandi eru birtar á heimasíðu Neytendastofu. Einnig er hægt að fylgjast með innköllunum á grímum og öðrum vörum á vefsíðu SafetyGate.
Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].