Ertu þreytt/ur á að borða samlokuna við skrifborðið þitt í hádeginu eða afganga frá kvöldmatnum kvöldinu áður. Það getur verið ærinn hausverkur dag hvern að ákveða hvað eigi að vera í matinn, og það tvisvar á dag, hádegi og kvöld. Og svo tekur það drjúgt í veskið ef borða á úti í hádeginu alla daga.
Mannlíf fór á stúfana og skoðaði vefsíður og Facebook-síður veitingastaða í Reykjavík og fann nokkra staði þar sem finna má hádegismat fyrir 1.000 krónur eða minna. Staðirnir eru ekki margir og virðist sem hádegismatur hlaupi frekar á verðbilinu 1.500 – 2.000 krónur. Verðið var athugað í dag, 8. september, og er listinn alls ekki tæmandi.
Klassísk og einfalt
Verð: 470 krónur
Þjóðarréttur Íslendinga, pylsa og kók. Bæjarins beztu er þekktasti pylsustaður borgarinnar, bæði í bænum og meðal ferðamanna, og alltaf gaman að stilla sér upp við skúrinn í miðbæ Reykjavíkur sem breytist ekkert með tímans tönn og panta sér eina með öllu. Sökum fárra ferðamanna er röðin styttri en oftast.
Ein pylsa er á 470 krónur, gosglasið með er á 260 krónur.

Mynd / Facebook
Pítsa á mann
Verð: 1.000 krónur
Domino´s fær að vera með, þar sem á þriðjudögum er hið klassíska þriðjudagstilboð: miðstærð af pítsu með þremur áleggstegundum.
Pizza tvo daga í röð
Verð: 1.000 krónur
Pizzan bætir um betur og býður upp á tilboð tvo daga í röð, mánudaga og þriðjudaga má fá miðstærð af pizzu með 3 áleggstegundum á 1.000 krónur.
Enn af pizzum
Verð: 700 – 960 krónur
Spaðinn býður upp á 8 tommu margaritu á 700 krónur, með því að bæta tveimur áleggjum við má halda sig við pizzu undir 1.000 krónum (kjötálegg/ostar 130 krónur, áextir og grænmeti 100 krónur).
Sneið fyrir lítið svanga
Verð: 595 krónur
Þeir sem eru ekki mjög svangir geta látið sér eina pizzusneið duga á The Deli.
Salat í boxi
Verð: 950 krónur
Brikk í Hafnarfirði býður upp á salat í boxi fyrir 950 krónur.
Núðlur dagsins / Rækjur
Verð: 990 krónur
Á Nings er hægt að fá núðlur fyrir minna en 1.000 krónur, en minni skammturinn af tveimur kostar 990 krónur. Minnsti skammturinn af þremur af djúpsteiktum rækjum kostar síðan 890 krónur.
Kafbátar fyrir klink
Verð: 649 – 999 krónur
Subway býður upp á marga 6 tommu báta undir 1.000 krónum. Bátur dagsins er á 649 krónur (breytilegt milli daga). Bátur með rifnu grísakjöti er á 919 krónur. Breyta má svo bátum í salat eða vefju án aukakostnaðar.

Mynd / subway.is
Sænska aðferðin
Verð: 595 – 995 krónur
IKEA býður upp á nokkra rétti fyrir minna en 1.000 krónur. Meðal annars má nefna grænmetisbuff með snittubaunum, kúskús og sósu, og ýsu í orly með frönskum kartöflum, hrásalati, remúlaði og sítrónusneið fyrir 995 krónur.

Mynd / Ikea.is
Salat í boxi
Verð: 950 krónur
Brikk í Hafnarfirði býður upp á salat í boxi fyrir 950 krónur.
Stakt og snöggt
Verð: 529 – 829 krónur
Metroborgari býður upp á borgara, vefjur og nagga undir 1.000 krónum, ekkert fylgir þó með þannig að ef gosi eða öðru er bætt við fer fjárhæðin yfir 1.000 krónur.
Súpa dagsins
Verð: 990 krónur
Sólon býður upp á súpu dagsins fyrir 990 krónur.
Verðkönnun Mannlíf fór fram í dag 8. september með því að skoða vefsíður og Facebook-síður fyrirtækja. Aðeins voru skoðaðir staðir í Reykjavík og er listinn ekki tæmandi. Ef þú ert með ábendingar um fleiri staði þar sem finna má hádegismat fyrir 1.000 krónur eða minna sendu tölvupóst á [email protected].
Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].