Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Er Ólafur Ragnar orðinn talsmaður Pútíns?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjölmargir stigu fram á Facebook og fordæmdu ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í þættinum Silfrinu þann 20. mars síðastliðinn.

Ólafur Ragnar og Egill ræddu ástandið í Úkraínu og um Pútín sem Ólafur Ragnar hefur margoft hitt. Og hefur hingað til borið honum vel söguna. Ýmsir sjónvarpsáhorfendur fannst sem hann væri jafnvel að afsaka gjörðir Pútíns í viðtalinu. Þá sagði Ólafur Ragnar að stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs hefði leitt til stærsta stríðs í Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, NATO hefði í það minnsta ekki komið í veg fyrir það.

Guðmundur Andri Thorsson varaþingmaður Samfylkingarinnar og rithöfundur ritaði pistil eftir að hafa horft á hið umdeilda viðtal.

„Ólafur Ragnar Grímsson kom fram í Silfrinu sem talsmaður Pútíns, og talaði um innrás Rússa eins og nokkurs konar hryllilegar – en óhjákvæmlegar – náttúruhamfarir. Ólafur hefur alveg síðan í Alþýðubandalaginu talað eins og lönd Vestur-Evrópu séu ekki vinir og bandamenn Íslendinga heldur þvert á móti óvinir, og viljað að við litum annað eftir stuðningi.“

Guðmundur Andri segir að um hríð hafi hann talað eins og Ísland ætti að ganga í Asíu, og oft hafi hann og í gegnum tíðina mært Pútín.

Í dag birti Ólafur Ragnar myndband á twitter síðu sinni þar sem hann segir: „Raddir frá hinum megin“ (e. „Voices from the other side“). Með þessum orðum mætti segja að hann sé að staðfesta gagnrýnina sem hann fékk eftir viðtalið í Silfrinu.

- Auglýsing -

Í myndbandinu lýsir Rússi því hvernig hann lítur á Úkraínu og er hægt að túlka það þannig að Ólafur hafi birt myndbandið á twitter síðu sinni, orðum mannsins í myndbandinu til stuðnings.

Í myndbandinu er maðurinn spurður hvernig hann áætli að stríðinu ljúki? Maðurinn svarar: Úkraína er ekki land – það þarf að koma því af yfirborði jarðar.

Hér er hægt að sjá umrætt myndband:

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -