Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Erfið barátta Egils Þórs við krabbamein: „Ég hefði átt að drepast þrisvar sinnum í þessu ferli”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óhærr er með öllu að segja að líf borgarfulltrúans Egils Þórs Jóns­sonar hafi hreinlega gjör­breyst á einni nóttu; fyrir einu ári síðan. Þá var Egill þrí­tugur og í sam­búð; átti von á sínu öðru barni; var hann einnig að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálunum, og hafði fram að þessu verið heilsu­hraustur.

Eftir að hafa glímt við slappleika í einhvern tíma komu svo slæmu fréttirnar: Egill greindist með stór­eitil­frumu­krabba­mein.

Um þetta og meira má lesa í við­tali við Egil í Krafts­blaðinu; en Egill er fyrsti Ís­lendingurinn sem verið hefur sendur til Sví­þjóðar í svokallaða Car-T-Cell með­ferð:

„Ég greindist rétt fyrir 31 árs af­­mælið mitt, en ég hafði verið slappur í ein­hvern tíma. Ég fékk held öll ein­­kenni sem hægt er að fá; nætur­svita, erfitt með andar­­drátt, vökva inn á fleiðruna, orku­­leysi, ég léttist mikið, var með kláða og hita öll kvöld,” segir Egill í viðtalinu við Krafts­blaðið.

Egill leitaði þrisvar til læknis; fór fyrst á Lækna­vaktina – en þá var hann greindur með vöðva­bólgu; Næst var það heimilis­læknirinn, sem sendi hann í röntgen­mynda­töku; og í framhaldinu var hann greindur með lungna­bólgu, og fékk sýkla­lyf. Seinna fór hann á nýjan leik á Lækna­vaktina, þegar að sýkla­lyfja­skammturinn hans var búinn og ein­kennin fóru aftur að á­gerast aftur.

Þá fékk Egill tvö­faldan sýkla­lyfja­skammt; var sagt að fara á bráða­mót­tökuna ef ein­kennin myndu ekki hverfa eftir þann skammt:

- Auglýsing -

„Ég skil þetta alveg. Það býst náttúru­lega enginn við að þegar þú færð þrí­tugan mann inn sem segist eiga erfitt með andar­drátt og vera eitt­hvað slappur að hann sé krabba­mein,“ segir hann.

Í kjölfatið tók við löng lyfja­með­ferð sem virkaði ekki nægilega vel; varð Egill veikari og æxlin fleiri.

„Það var afskaplega erfitt að jafna sig. Á tímabili fékk ég um 14-15 lyf á dag. Ég var með 38 hefti á kviðnum eftir aðgerðina. En eins erfitt og þetta var þá held ég að þetta hafi bjargað lífi mínu, ég hefði átt að drepast þrisvar sinnum í þessu ferli, ég er alveg sannfærður um það.

- Auglýsing -

Egill er harður af sér, og þrátt fyrir erfiða bar­áttuna við ­meinið á­kvað Egill að taka slaginn, og tók þátt í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins, þar sem hann hafði setið sem borgar­full­trúi frá því 2018. Alvöru hörkunagli sem gefst ekki svo auðveldlega upp.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -