Fimmtudagur 28. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Erfitt andlega að hætta keppni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir afreksíþróttamenn, sérstaklega í einstaklingsíþróttum, standa höllum fæti fjárhagslega þegar ferlinum lýkur og hafa ekki áunnið sér þau launatengdu réttindi og þá stöðu á vinnumarkaði. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri íþróttafræðisviðs Háskólans í Reykjavík, þekkir vel til þeirra erfiðleika sem íþróttamenn standa frammi fyrir að ferli loknum.

Hafrún segir að það sé ekki síst erfitt andlega að hætta keppni. Sjálfsmynd íþróttafólks breytist þegar það hættir. Þunglyndi og depurð sé mjög vel þekkt á meðal íþróttamanna eftir stóra viðburði, svo sem Ólympíuleika, eða þegar þeir hætta keppni. Spennufallið sé mikið. Þannig hafi Alþjóðaólympíunefndin sérstök tjöld á Ólympíuleikum til að veita íþróttafólki sálrænan stuðning.

Hún segir að stoðþjónusta á Íslandi sé minni en í mörgum öðrum löndum, vegna smæðar. Þá séu réttindi íþróttamanna af skornum skammti. Hún nefnir að dæmi séu um að íþróttamenn sem dvelja lengi erlendis við æfingar séu ekki sjúkratryggðir. „Í öðrum löndum hefur þetta verið leyst með því að þeir eru kannski á launaskrá hjá löggunni eða hernum.“

Hafrúnu er kunnugt um að íþróttamönnum getur reynst erfitt að fá góð störf á Íslandi eftir að ferlinum lýkur. Hún hvetur atvinnurekendur hins vegar til að horfa til þeirrar reynslu og þess sjálfsaga sem þetta fólk býr yfir. „Þetta fólk hefur mikla skipulagshæfni og getu til að standa sig ótrúlega vel undir pressu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -