Laugardagur 14. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Erla Dóra er með fulla dagskrá á afmælisdeginum: „Þetta verður góður dagur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óperusöngkonan Erla Dóra Voger er afmælisbarn dagsins. Hin bráðskemmtilega og hressa kona fæddist fyrri þrjátíu og níu árum síðan en hún kemur frá Egilsstöðum en býr nú á Akureyri ásamt eiginmanni sínum og sex ára syni.

Erla Dóra hóf söngnám sitt á Egilsstöðum en einnig nam hún í Reykjavík og í Vínarborg. Hún hefur bæði komið fram sem dægurlaga- og óperukona í gegnum tíðina, meðal annars með hljómsveitinni Dægurlagadraumum en einnig hefur hún komið fram á tónleikum víðsvegar um landið og fyrir utan landsteinana. Árið 2010 sendi Erla Dóra frá sér plötuna Víravirki og árið 2018 gaf hún út plötuna Jórunn Viðar – söngvar ásamt Evu Þyrí Hilmarsdóttur.

Mannlíf heyrði í Erlu Dóru í tilefni dagsins og spurði hana hvort hún ætlaði að halda upp á afmælisdaginn sinn.

„Já! Við erum með tónleika á eftir á Skriðuklaustri sem heita Unaðstónar frá ýmsum löndum. Svo förum við í kvöldmat hjá Asparhúsinu í Vallanesi og svo ætlum við á gítartónleika í Vallaneskirkju. Þetta verður góður dagur.“ svaraði Erla Dóra ánægð með dagsplanið.

Er eitthvað framundan hjá henni á næstunni, ferðalög eða tónleikar?

„Bara frí innanlands, við förum örugglega í tjaldferðalag og bara hafa það kósý. Eftir næstu helgi verð ég komin í tónleikafrí. Í haust tek ég svo þátt í tónleikum sem verður svona samsoðningur af októberfest og réttarsöngvar en það eru ákveðnir söngvar sem sungnir eru í réttum en það fer eftir löndum.“

- Auglýsing -

Til gaman má geta þess að Erla Dóra bað blaðamann að nota einhverja mynd af henni þar sem hún er með fíflagang, ekki að reyna að vera sæt.

Mannlíf óskar Erlu Dóru innilega til hamingju með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -