Sunnudagur 4. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

Erla segir Sævar hafa verið fyrstu ástina: „Hann drakk aldrei og reykti ekki sígarettur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Foreldrarnir voru að skilja og heimilið að leysast upp og ég var í uppreisn gegn mömmu minni og á endanum flutti ég til pabba. Og á þessum tíma kynntist ég Sævari.,“ segir Erla Bolladóttir í helgarviðtali Mannlífs. Maðurinn sem Erla talar um var Sævar Ciesielski, fyrsta ást Erlu, en þá var hún 17 ára gömul.

Ljósmynd: Kazuma Takigawa

Aðspurð hvort hún hafi verið ósköp venjuleg stelpa, í venjulegu umhverfi, fram að unglinsárunum segir hún svo vera. „Já. Ég hafði gaman af því að halda partí með leyfi pabba. Þegar hann fór á næturvakt þá fékk ég leyfi til að halda partí. Það var rosalega vinsælt. Þá var mikið af vinunum í hverfinu og þeir komu með gítarana og þá var spilað. Það urðu til einhverjar hljómsveitir eða tríó út úr þessu meira að segja.“

Svo var Erlu boðið hass og hún prófaði og fann ekki fyrir neinu. „Svo við eitthvað annað tækifæri bauð mér einhver annar að prófa hass og þá ákvað ég að prófa aftur af því að þetta hafði ekki skilað neinu og þá fann ég fyrir áhrifum. En það var ekkert meira en það. Það var ekkert verið að kaupa eða selja hass,“ segir hún en viðtalið má lesa í heild sinni í nýju helgarblaði Mannlífs.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -