Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Eva Hauks hjá Sölva: „Það er rosalega vont samfélag þar sem allir eru sammála“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva Hauksdóttir lögmaður er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar.

Eva, sem hefur vakið mikla athygli fyrir að tjá óhikstað skoðanir sínar, segir ákveðinn hóp fólks beita fyrir sig minnihlutahópum til að þvinga aðra í að vera sammála þeim. Það sé jafnframt orðið mjög vítt hverjir teljast til minnihlutahópa árið 2022:

,,Umræðan er orðin mjög skrýtin þegar það má ekki lengur anda á alla sem eiga að vera í einhvers konar minnihlutahóp og svo er búið að víkka mjög mikið skilgreininguna á því hverjir eru í minnihlutahóp. Það er verið að búa til minnihlutahópa til dæmis úr feminstum. Feministar eru enginn minnihlutahópur lengur, þó að það hafi einu sinni verið þannig. Það er ákveðin hópur sem vill banna tjáningarfrelsi allra sem eru ósammála þeim. Sumir vilja bara alls ekki samfélag þar sem ólíkar skoðanir eru leyfðar og sá hópur vill fá að stýra umræðunni þannig að allir séu sammála þeim. En svo er eins og þessi sami hópur virðist gefa sér að reglurnar þeirra geti aldrei átt við um þau sjálf. Þeir sem vilja stoppa tjáningarfrelsið verða að hugsa út í það að það mun koma að þeim einn daginn. Ef þú vilt setja almennar reglur verður þú líka að gera ráð fyrir því að reglurnar muni gilda um þig. Þó að það sé ákveðinn tíðarandi núna getur það breyst hratt.”

Eva segir samfélagið oft á tíðum komið í ógöngur þegar kemur að pólariseringu og kröfu um að fólk stilli sér í ákveðið lið:

,,Það er rosalega sterk tilhneiging til að krefja fólk um að vera í einhverju liði. Það þarf stundum ekki meira en að þú setjir ,,like” á eitthvað sem vinir þínir eru ekki sammála, þá ertu jafnvel dregin til ábyrgðar fyrir það. Ég hef oft fengið skilaboð þar sem fólk er reitt út í mig fyrir að hafa ,,like-að” eitthvað frá Hannesi Hólmsteini eða Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Þó að ég sé ósammála þeim í pólitík get ég alveg verið sammála þeim í tilteknum málum. Það er rosalega vont samfélag þar sem allir eru sammála. Það heitir einfaldlega ,,Cult” og ég skil ekki hver vill svoleiðis samfélag. Þessi skotgrafahernaður á internetinu og það að mega ekki spyrja óþægilegra spurninga er eitthvað sem mér finnst ekki geðslegt. Mér finnst mjög frelsandi að mega taka sjálfstæða afstöðu í hverju máli óháð einhverju liði og ég hreinlega skil ekki af hverju fólk velur að láta draga sig inn í það að verða hafa tilteknar skoðanir.”

Eva, sem hefur átt mjög fjölbreytta og stórmerkilega ævi ræðir í þættinum meðal annars um mál móður sinnar, sem hún og systkini hennar hafa kært:

- Auglýsing -

,,Ég og systkini mín kærðum meðferðina á móður okkar. Við teljum að

hún hafi sætt lífslokameðferð að óþörfu, án þess að það hafi verið forsendur fyrir því. Ég viðurkenni fúslega að ég verð oft reið þegar ég sé fólk tjá sig um þetta mál opinberlega án þess að hafa til þess neinar forsendur. Það er auðvitað allt öðruvísi að horfa á þetta mál út frá lagalegu sjónarmiði, af því að ég er með það miklar tilfinningar tengdar því. En þetta eru orðin allt í allt 13 mál sem ég veit að hafa verið kærð til lögreglu sem tengjast þessum lækni. Það er augljóslega mjög margt í þessu máli skrýtið.”

Í þættinum ræða Sölvi og Eva um réttarkerfið, sögu Evu, rétttrúnaðinn og margt fleira.

- Auglýsing -

Hægt er að nálgast viðtalið við Evu og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -