Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Lýsti ánægju með árás Hamas í Kastljósi og fólk orðlaust: „Auðvitað fagna ég þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkur hiti var í Kastljósi gærkvöldsins á Rúv en en Fala­steen Abu Li­bdeh, fram­kvæmda­stjóri hjá ráðgjafa­fyr­ir­tæk­inu Ráði, sagðist fagna árás Hamas á Ísrael. Hamas eru hryðjuverkasamtök og var Diljá Mist Einarsdóttur, formanni utanríkisnefndar, mjög brugðið við ummælin.

„Ég sem Palestínumaður, auðvitað fagna ég þessu. Af því að það er eng­inn, úti um all­an heim, sem er að taka upp mál Palestínu­manna. Palestínu­menn hafa upp­lifað mann­rétt­inda­brot í tugi ára, fólkið á Gaza-svæðinu er í stærsta fang­elsi í heimi og kom­ast hvergi, það er verið að skammta því vatn, raf­magn, mat­ar­vör­ur og eitt­hvað svona,“ sagði Falasteen en var hún sextán ára gömul þegar hún flutti til Íslands. Spyrillinn hélt áfram að spyrja Falasteen út í hvað hún ætti við með þeim orðum sem hún lét falla og vildi Diljá einnig fá að vita hvort hún hafi misskilið hana.

„Bara svo það gæti einskis mis­skiln­ings, þá er Fala­steen varla að fagna fjölda­morði á sak­laus­um borg­ur­um?“ sagði Diljá Mist.

„Ég fagna því að það sé ein­hver að gera árás á land­töku­fólkið,“ svaraði Fala­steen.

„Guð minn góður,“ svaraði Diljá Mist sem var augljóslega mjög brugðið en þáttinn má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -