Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Fara nokkrum sinnum á dag að losa rusl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Náttúrulaugar og manngerðar laugar og pottar úti í íslenskri náttúru eru hrífandi fyrirbæri. En flöskur, dósir, sígarettustubbar og annað rusl setur ljótan svip á þessa baðstaði. Mannlíf tók nokkra umsjónarmenn lauga og potta úti á landi tali til að forvitnast um umgengnina, m.a. Soffíu Haraldsdóttur, einn eigenda Hótels Flókalundar á Patreksfirði.

Eigendur Flókalundar hafa umsjón með náttúrulauginni Hellulaug sem er skammt frá hótelinu.

„Það er farið nokkrum sinnum á dag og þá eru sígarettustubbar og annað hreinsað og ruslatunnur tæmdar,“ segir Soffía.

„Við höfum sinnt þessari laug í mörg ár og aðsóknin hefur aukist mikið undanfarið. Við erum með ruslatunnur á svæðinu og biðjum fólk að ganga vel um,“ útskýrir Soffía. Hún segir fólk almennt ganga vel um en segir starfsfólk Flókalundar leggja mikla áherslu á að halda svæðinu snyrtilegu og að það hvetji fólk örugglega til að leggja sitt af mörkum.

„Ég verð samt að viðurkenna að eftir veturinn, á meðan við vorum ekki á svæðinu, þá var þetta ekki snyrtilegt.“

Soffía segir erlenda ferðamenn vera í meirihluta þeirra sem sækja laugina yfir sumartímann.  Aðspurð hvort að hún sé hrædd um að það séu Íslendingarnir sem gangi verr um en erlendir ferðamenn segir Soffía: „Það er erfitt að fullyrða um það en jú, maður hefur áhyggjur.“

- Auglýsing -

Hún tekur aftur fram að flestir gangi vel um svæðið.

Lestu umfjöllunina í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -