Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Fasteignamarkaðurinn kólnar – Ekki færri kaupsamningar í sjö ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýjustu mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi ekki verið færri síðan í aprílmánuði árið 2015, ef miðað er við sex mánaða hlaupandi meðaltal. Íbúðir seljast síður mikið yfir ásettu verði. Það eru því blikur á lofti á fasteignamarkaðnum, en í skýrslunni segir að fyrstu merki kólnunar geri nú vart við sig.

Á höfuðborgarsvæðinu nam verðhækkun á íbúðum í fjölbýli aðeins um 0,5 prósentum í júní, en fimm mánuðina þar á undan hafði mánaðarleg hækkun numið á bilinu 2,4 til 3,2 prósentum.

Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti ört síðustu misseri, en hækkunin nam tveimur prósentustigum í maí og júní. Auk þess setti Seðlabankinn strangari lánaskilyrði í lok júní. Þessi atriði eru meðal þeirra sem auka líkur á kólnun á húsnæðismarkaði, eins og kom fram í síðustu mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

„Þótt helstu mælikvarðar um fasteignamarkaðinn eru ekki ótvíræðir eru þó líklega komin fram fyrstu merki um kólnun á fasteignamarkaði,“ segir í nýjustu skýrslunni.

Eitt af þeim merkjum sem eru til staðar um kólnum á fasteignamarkaði er aukið framboð íbúða, en framboð jókst mjög á höfuðborgarsvæðinu í ágúst; úr 700 í 905 á 20 dögum. Framboð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur rúmlega tvöfaldast frá byrjun febrúar á þessu ári.

Íbúðir seljast enn yfir ásettu verði, en þeim sem seljast 5 prósent eða meira yfir ásettu verði hefur þó fækkað talsvert. Í apríl seldust til að mynda 34,6 prósent íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu svo hátt yfir ásettu verði, á meðan þær voru orðnar 20,8 prósent í júní.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -