Mánudagur 27. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Ferðahópi snúið heim af Langjökli vegna fimbulkulda: „Þetta voru bara erfiðar aðstæður“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Níu manna hópur neyddist til að snúa við á Langjökli í gær vegna fimbulkulda. Nokkrir voru komnir með fyrstu einkenni kals.

Einar Torfi Finnsson leiðsögumaður fór með hóp upp á Langjökul um helgina en neyddist til að láta sækja fólkið vegna kulda. „Það var einfaldlega mjög kalt og það er alveg rétt að einn og einn var aðeins byrjaður að fá fyrstu einkenni yfirborðskals,“ sagði Einar Torfi í samtali við Mannlíf. Sagði hann að færið hafi verið mjög gott en ákveðið hafi verið að hringja eftir bíl á sunnudeginum. „Þetta voru bara erfiðar aðstæður. Við vorum í skála þarna á laugardagskvöldið og það var tekin ákvörðun, svona af skynsemisástæðum, að þetta væri kannski full erfitt,“ sagði Einar ennfremur.

Að sögn Einars Torfa var hitinn ekki nema -26 gráður á föstudagskvöldið þegar hópurinn var í tjaldi og -24 í hádeginu á laugardaginn. Þá hafi vindkæling verið talsverð en þó í bak hópsins. „Engu að síður þá voru þetta svolítið extreme aðstæður og síðan lá í loftinu að vindkælingin væri orðin stífari heldur en hún var þegar við lögðum af stað. En það var algjört rennifæri, allt glerhart þannig að bíllinn kom bara upp að skálanum og náði í okkur í gærmorgun,“ sagði Einar Torfi í samtali við Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -