- Auglýsing -
Erlendur ferðamaður sem hneig niður við eldgosið í gær er látinn.
Í gær var greint frá erlendum ferðamanni sem hneig niður á gossvæðinu á Reykjanesi. Kom fram að ástæða þess hefði verið vegna veikinda ferðmannsins. Hann var fluttur með þyrlu af gossvæðinu á Landsspítalann. Í samtali við Vísi greindi Úlfar Lúðvíksson frá því að maðurinn væri látinn. Að öðru leyti vildi lögreglan ekki tjá sig um málið.
Í nótt brast sá gígabarmur sem hafði myndast við eldgosið og rennur hraunið nú í suðvesturátt. Lokað verður inn á gosstöðvarnar klukkan fimm í dag.