• Orðrómur

Ferjufarþegar skulu sigla grímuklæddir

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Það var undarleg stund að taka á móti fólki úr Baldri hér í Flatey síðdegis. Allir með grímu og þú þekktir engan. Gott að fólk sýnir aðgæðslu,“ segir Gunnar Sveinsson í færslu í Facebook-hópi tengdum Flatey á Breiðafirði.

Frá og með gærdeginum bar fólki að bera andlitsgrímur þar sem ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Það á til dæmis við í almenningssamgöngum, til dæmis í innanlandsflugi og farþegaferjum.

Fyrirtækið Sæferðir, sem rekur Breiðafjarðaferjuna Baldur, tilkynnti í gær að allir farþegar skyldu koma með grímur og bera þær um borð. Hið sama er að segja um alla farþega Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs en þar um borð eru nú seldar grímur. Skipstjóri Herjólfs hefur lýst því yfir að enginn fái að fara grímulaus um borð.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -