Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Finna að það hafi verið rétt að hætta veitingasölu, takmarka handfarangur og skylda notkun andlitsgríma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Af sóttvarnarástæðum hefur reglum fyrir farþega í flugvélum Icelandair verið breytt. Allir farþegar þurfa að bera andlitsgrímur í vélunum, veitingasölu um borð í flugvélum hefur verið hætt og farþegar mega hafa  „einn lítinn hlut“ með sér í flugið, þann hlut þarf farþegi að geta sett undir sætið fyrir framan sig.

Ýmsar spurningar kunna að vakna í tengslum við þessar nýju reglur. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svaraði nokkrum þeirra í samtali við morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Hún sagði félagið hafa gripið til ýmissa ráðstafana með það að markmiði að setja öryggi farþega og starfsfólks í forgang.

Hún sagði tilganginn með nýjum reglum um handfarangur snúast alfarið um sóttvarnir en ekki um gróða, að ekki væri verið að rukka fyrir auka farangursheimild.

Ásdís tók fram að flugfreyjur og flugþjónar eru sveigjanleg og sýna þeim farþegum skilning sem þurfa nauðsynlega að taka með sér meiri handfarangur en nýjar reglur segja til um.

„Þarna erum við sveigjanleg og metum hvert tilfelli fyrir sig,“ sagði Ásdís þegar hún var spurð út í farþega með börn eða fólk sem þarf á hjálpartækjum að halda vegna veikinda. Hún sagði að slíkt yrði unnið í samvinnu við farþega hverju sinni.

- Auglýsing -
Allir farþegar í vélum Icelandair þurfa að bera andlitsgrímur á meðan á flugi stendur. Mynd / Unsplash

Engin veitingasala um borð

Ásdís sagði að kröfur farþega hefðu breyst mikið vegna kórónuveirufaraldursins. Hún sagði fólk frekar vilja upplifa öryggi í flugi frekar en að gera kröfur um hátt þjónustustig.

Í vélum Icelandair verður hvorki veitingar né annar varningur til sölu en allir farþegar fá vatnsflösku, allt til að reyna að draga úr snertingu og þannig smithættu.

- Auglýsing -

„Við finnum að þetta er rétta leiðin,“ sagði Ásdís og tók fram að flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða þess áskynja að farþegar eru sáttir við þessar nýju reglur.

Í nýjum reglum Icelandair segir:

Flugið – af öryggisástæðum, verða allir farþegar í flugi Icelandair að ganga með andlitsgrímur frá og með 15. júní, 2020. Farþegar þurfa að hafa grímurnar á sér frá því að þeir ganga um borð og þar til þeir fara frá borði. Við mælum einnig með að farþegar noti andlitsgrímur á flugvelli. Flugáhöfn verður með andlitsgrímur í gegnum allt flugið. Ætlast er til að farþegar komi með eigin grímur og mælt með að vera með fleiri en eina grímu. Börn undir 12 ára þurfa ekki að ganga með grímur.

Handfarangur – vinsamlegast athugið að frá og með 11. júní 2020 hafa reglur um handfarangur breyst. Farþegar mega hafa með sér um borð einn lítinn hlut sem þarf að komast fyrir undir sætinu fyrir framan þá. Handfarangurstöskuna þarf að setja með innrituðum farangri, annaðhvort við innritun eða við hlið (ekkert aukagjald fyrir innritunina).

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -