Laugardagur 22. janúar, 2022
0.9 C
Reykjavik

Fiskikóngurinn í stríð við Atlantsolíu: „Sorrí blótið, en ég er búinn að fá alveg nóg“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, hefur sagt stríði á hendur Atlantsolíu þar sem fyrirtækið geri lítið annað en herma eftir hugmyndum hans. „Þetta verður stríð sem þið tapið,“ fullyrðir sigurviss Fiskikóngurinn.

Kristján Berg, fiskikóngur.

Ástæðan fyrir óánægju Kristjáns er sú að Atlantsolía er að gefa út jólaplötu fyrir jólin, skömmu eftir að hann sjálfur gaf út jólalag með Sverri Bergmann. Fiskikóngurinn er ekki sáttur, eins og sjá má á færslu hans á Facebook.

„Atlantsolía getur ekki hætt að herma!! Fokking óþolandi…(sorrí blótið, en ég er búinn að fá nóg). Ég gef út eitt jólalag og þá þurfa þeir að gefa út heila plötu. Hvað er að þessum gæjum hjá Atlantsolíu. Meiri hermikrákurnar, þessi gæjar,“ segir Kristján.

Fiskikóngurinn Kristján spyr hver sé eiginlega markaðsstjóri hjá Atlantsolíu. Hann hefur ákveðið að kalla til „milljón dollara andlitið“, sjálfan Lúlla kóng, Lúðvík Jónasson hjá Bestun, til aðstoðar í bardaganum.

„Þetta er orðið gott. Reynið að finna upp á einhverju nýju sjálfir, ekki herma alltaf eftir litla manninum. Gleðileg olíujól, þetta verður stríð sem þið tapið. Sá sem fær fleiri spilanir á sitt lag vinnur. Þið getið lagt öll ykkar lög saman og tölurnar fyrir þau. Ég verð bara með mitt skötulag,“ segir Kristján.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -